Lífið

„Steinunnir eru góðar konur“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Sveitin er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu.
Sveitin er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. mynd/aðsend
„Okkur finnst svo gaman að spila, þetta band er búið til til þess að spila live, þannig erum við best,“ segir Klara Arnalds, söngkona Boogie Trouble. Sveitin kemur fram á Gamla Gauknum í kvöld en það er í fyrsta sinn sem sveitin spilar í Reykjavík síðan á Airwaves.

Sveitin hefur einnig verið að vinna í nokkrum nýjum lögum sem verða á væntanlegri plötu Boogie Trouble.

„Við erum líka að fikta við ný cover, það gæti alveg verið að það slysist eitthvað nýtt inn í prógrammið í kvöld.“

Nýjasta lag sveitarinnar ber nafnið Steinunn (Sveitin kallar) en á tónleikunum í kvöld verður einmitt ókeypis aðgangur fyrir alla sem heita Steinunn.

„Þegar við erum að semja lög þá finnst mér þægilegast að syngja lögin með einhverjum texta þótt það sé ekki kominn texti,“ segir Klara. „Það sem hentaði best í þetta skiptið var ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur, en síðan settum við okkar eigin texta en nafnið fékk að hanga inni. Steinunnir eru góðar konur og eiga skilið lag sér til heiðurs.“

Á tónleikunum í kvöld kemur hljómsveitin fram ásamt Soffía Björg Band en Soffía er góð vinkona krakkanna í Boogie Trouble.

„Hún gerir meiri svona folk-tónlist þannig að þetta er gott kombó, það mun kenna ýmissa grasa,“ segir Klara en tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og kostar þúsund krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×