Lífið

Jade Jagger ólétt á ný

Jade Jagger ólétt og sátt.
Jade Jagger ólétt og sátt. mynd/instagram
Skartgripahönnuðurinn og fyrrum fyrirsætan Jade Jagger uppljóstraði um þungun sína með því að birta mynd af sér á Instagram fyrir skömmu. Ekki er langt síðan hún tjáði sig um að hún væri að verða amma en dóttir hennar, hin 21. árs gamla Assisi Lola Jackson er einnig ólétt.

Hin 42 ára gamla Jade Jagger er komin sex mánuði á leið og er alsæl. Hún er gift plötusnúðinum og tónleikahaldaranum Adrian Fillary en þau gengu í það heilaga í janúar árið 2012.

Fyrir á hún dæturnar Assisi Lola Jackson sem er fædd árið 1992 og Amba Isis Jackson sem er fædd árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.