Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2014 07:00 Tom Brady og Peyton Manning. Vísir/Getty Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram.Super Bowl fer fram í New York eftir tvær vikur en leikurinn fer fram á Metlife-Stadium, heimavelli New York-liðanna Giants og Jets. NFL skiptist í tvær deildir, Þjóðardeildina (NFC) og Ameríkudeildina (AFC). 32 lið eru í NFL - sextán í hvorri deild. Tólf komust áfram í úrslitakeppnina sem hófst fyrir tveimur vikum síðan og nú standa fjögur lið eftir. Það verður því spilað til úrslita í deildunum tveimur í kvöld. Í Ameríkudeildinni eigast við New England Patriots og Denver Broncos (klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport) en í Þjóðardeildinni lið Seattle Seahawks og San Francisco 49ers (klukkan 23.30 á Stöð 2 Sport).Wes Welker þekkir vel til bæði Manning og Brady.Vísir/APBrady gegn Manning Í fyrri viðureign dagsins eigast við tveir af bestu leikstjórnendunum í sögu NFL-deildarinnar. Það eru þeir Peyton Manning (Denver) og Tom Brady (New England). Manning, sem er 37 ára gamall, hefur aldrei spilað betur en í vetur en hann hefur slegið flest met sem leikstjórnandi getur sett í NFL - og mörg þeirra voru áður í eigu Brady. Manning gaf 55 snertimarkssendingar þetta tímabilið, þar af sjö í einum og sama leiknum en aðeins sex aðrir leikmenn hafa afrekað það frá upphafi. Hann gaf boltann alls 5477 jarda í sextán leikjum Broncos í deildakeppninni í vetur en það er einnig met. Þegar rýnt er í tölfræðina er augljóst að Brady hefur oft spilað betur en á þessu tímabili. Hins vegar eru margir á því máli að tímabilið sé eitt hið besta á ferli Brady þar sem honum hefur tekist að koma vængbrotnu og stórbreyttu sóknarliði Patriots alla þessa leið. Brady hefur þar að auki unnið Manning í tíu leikjum af þeim fjórtán þar sem þeir hafa mæst, þar af tveimur af þremur leikjum þeirra í úrslitakeppninni. Flestir leikja þeirra voru þegar Manning lék með Indianapolis Colts en hann færði sig yfir til Denver fyrir tveimur árum síðan. Patriots vann þar að auki viðureign þessara liða fyrr í vetur, 34-31, í framlengdum leik. Broncos virtist hafa klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 24-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Brady gafst þó ekki upp á sá fyrir ótrúlegri endurkomu Patriots í síðari hálfleiknum. Þrátt fyrir allt þetta er Denver talið sigurstranglegra í leiknum enda talsvert betur mannað í flestum stöðum á vellinum, sérstaklega í sókninni. Denver náði besta árangri allra liða í Ameríkudeildinni en liðið hefur unnið fjórtán leiki í ár en tapað þremur. Það verður einnig athyglisvert að fylgjast með Wes Welker, útherja Broncos í leiknum í kvöld. Hann kom til Broncos frá Patriots fyrir þetta tímabil og náði einstaklega vel saman við Brady þegar þeir voru samherjar. Hvorki Patriots né Broncos eru með bestu varnarliðin í NFL þetta árið og því reikna flestir með flugeldasýningu í kvöld. Leikurinn fer fram í Denver og gæti það reynst afdrifaríkt en heimaliðið hefur ávallt borið sigur úr býtum í þeim þremur viðureignum sem Manning og Brady hafa leikið í úrslitakeppninni.Seattle er með frábæra varnarmenn í sínum röðum.Vísir/GettySprengjusveitin í Seattle Ólíkt fyrri viðureign kvöldsins er búist við því að leikur Seattle Seahawks og San Francisco 49ers verði slagur tveggja öflugra varnarliða. Seahawks náði besta árangri allra liða í Þjóðardeildinni í vetur og fá því að spila á sínum ógnarsterka heimavelli þar sem hinir háværu stuðningsmenn liðsins, betur þekktir sem Tólfti maðurinn, hafa komist í Guiness-heimsmetabókina fyrir lætin sem þeir hafa framkallað á leikjum liðsins. 49ers er þó líklega eitt heitasta lið deildarinnar þessa dagana en eftir misjafna byrjun hefur liðið komist á mikið skrið og unnið síðustu átta leiki sína. 49ers komst í Super Bowl í fyrra en tapaði þá fyrir Baltimore Ravens. Colin Kaepernick, hinn ungi leikstjórnandi liðsins, vill vitaskuld fá annað tækifæri til að vinna titilinn nú. Hann þarf þó fyrst að komast í gegnum ógnarsterka vörn Seahawks-liðsins. Sérstaklega öflug er aftari varnarlína liðsins - sem sérhæfir sig í því að komast inn í sendingar leikstjórnandans - en hún gengur undir viðurnefninu Sprengjusveitin (e. Legion of Boom). Bæði lið spila í sama riðli - vesturriðli Þjóðardeildarinnar - og spila því tvívegis hvert tímabil. Síðustu tvö árin hefur heimaliðið ávallt borið sigur úr býtum í leikjum þessara liða en sigrar Seahawks hafa verið sérstaklega sannfærandi síðustu tvö árin - liðið vann leikina samanlagt 71-16. Seahawks hefur þar að auki unnið síðustu sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Kaepernick hefur spilað vel í síðustu leikjum en hann er aðeins á sínu öðru tímabili sem aðalleikstjórandi síns liðs. Þrátt fyrir það hefur hann spilað fjóra leiki í úrslitakeppni með 49ers og aðeins tapað einum þeirra - í Super Bowl í fyrra. Hann hefur farið með liðið á tvo sterka útivelli í úrslitakeppninni í ár - gegn Green Bay Packers og Carolina Panthers - og unnið þá báða. Hann er því til alls líklegur í kvöld. Leikstjórnandi Seahawks er einnig ungur og á framtíðina sannarlega fyrir sér, rétt eins og Kaepernick. Sá heitir Russel Wilson og er talinn útsjónarsamur og klókur leikmaður. Hann hefur þó haft hægt um sig í síðustu leikjum liðsins en hann hefur áður sýnt að hann hafi það sem til þurfi í leikjum sem þessum. Leikurinn í kvöld mun þó ekki einkennast af baráttu leikstjórnendanna, líkt og í hinni viðureign kvöldsins. Þar er margt annað sem kemur til og ekki síst frammistaða hlauparanna Frank Gore hjá 49ers og Marshawn Lynch hjá Seahawks. Báðir eru í hópi bestu leikmanna deildarinnar í sinni stöðu og mun mæða mikið á þeim í kvöld. NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram.Super Bowl fer fram í New York eftir tvær vikur en leikurinn fer fram á Metlife-Stadium, heimavelli New York-liðanna Giants og Jets. NFL skiptist í tvær deildir, Þjóðardeildina (NFC) og Ameríkudeildina (AFC). 32 lið eru í NFL - sextán í hvorri deild. Tólf komust áfram í úrslitakeppnina sem hófst fyrir tveimur vikum síðan og nú standa fjögur lið eftir. Það verður því spilað til úrslita í deildunum tveimur í kvöld. Í Ameríkudeildinni eigast við New England Patriots og Denver Broncos (klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport) en í Þjóðardeildinni lið Seattle Seahawks og San Francisco 49ers (klukkan 23.30 á Stöð 2 Sport).Wes Welker þekkir vel til bæði Manning og Brady.Vísir/APBrady gegn Manning Í fyrri viðureign dagsins eigast við tveir af bestu leikstjórnendunum í sögu NFL-deildarinnar. Það eru þeir Peyton Manning (Denver) og Tom Brady (New England). Manning, sem er 37 ára gamall, hefur aldrei spilað betur en í vetur en hann hefur slegið flest met sem leikstjórnandi getur sett í NFL - og mörg þeirra voru áður í eigu Brady. Manning gaf 55 snertimarkssendingar þetta tímabilið, þar af sjö í einum og sama leiknum en aðeins sex aðrir leikmenn hafa afrekað það frá upphafi. Hann gaf boltann alls 5477 jarda í sextán leikjum Broncos í deildakeppninni í vetur en það er einnig met. Þegar rýnt er í tölfræðina er augljóst að Brady hefur oft spilað betur en á þessu tímabili. Hins vegar eru margir á því máli að tímabilið sé eitt hið besta á ferli Brady þar sem honum hefur tekist að koma vængbrotnu og stórbreyttu sóknarliði Patriots alla þessa leið. Brady hefur þar að auki unnið Manning í tíu leikjum af þeim fjórtán þar sem þeir hafa mæst, þar af tveimur af þremur leikjum þeirra í úrslitakeppninni. Flestir leikja þeirra voru þegar Manning lék með Indianapolis Colts en hann færði sig yfir til Denver fyrir tveimur árum síðan. Patriots vann þar að auki viðureign þessara liða fyrr í vetur, 34-31, í framlengdum leik. Broncos virtist hafa klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 24-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Brady gafst þó ekki upp á sá fyrir ótrúlegri endurkomu Patriots í síðari hálfleiknum. Þrátt fyrir allt þetta er Denver talið sigurstranglegra í leiknum enda talsvert betur mannað í flestum stöðum á vellinum, sérstaklega í sókninni. Denver náði besta árangri allra liða í Ameríkudeildinni en liðið hefur unnið fjórtán leiki í ár en tapað þremur. Það verður einnig athyglisvert að fylgjast með Wes Welker, útherja Broncos í leiknum í kvöld. Hann kom til Broncos frá Patriots fyrir þetta tímabil og náði einstaklega vel saman við Brady þegar þeir voru samherjar. Hvorki Patriots né Broncos eru með bestu varnarliðin í NFL þetta árið og því reikna flestir með flugeldasýningu í kvöld. Leikurinn fer fram í Denver og gæti það reynst afdrifaríkt en heimaliðið hefur ávallt borið sigur úr býtum í þeim þremur viðureignum sem Manning og Brady hafa leikið í úrslitakeppninni.Seattle er með frábæra varnarmenn í sínum röðum.Vísir/GettySprengjusveitin í Seattle Ólíkt fyrri viðureign kvöldsins er búist við því að leikur Seattle Seahawks og San Francisco 49ers verði slagur tveggja öflugra varnarliða. Seahawks náði besta árangri allra liða í Þjóðardeildinni í vetur og fá því að spila á sínum ógnarsterka heimavelli þar sem hinir háværu stuðningsmenn liðsins, betur þekktir sem Tólfti maðurinn, hafa komist í Guiness-heimsmetabókina fyrir lætin sem þeir hafa framkallað á leikjum liðsins. 49ers er þó líklega eitt heitasta lið deildarinnar þessa dagana en eftir misjafna byrjun hefur liðið komist á mikið skrið og unnið síðustu átta leiki sína. 49ers komst í Super Bowl í fyrra en tapaði þá fyrir Baltimore Ravens. Colin Kaepernick, hinn ungi leikstjórnandi liðsins, vill vitaskuld fá annað tækifæri til að vinna titilinn nú. Hann þarf þó fyrst að komast í gegnum ógnarsterka vörn Seahawks-liðsins. Sérstaklega öflug er aftari varnarlína liðsins - sem sérhæfir sig í því að komast inn í sendingar leikstjórnandans - en hún gengur undir viðurnefninu Sprengjusveitin (e. Legion of Boom). Bæði lið spila í sama riðli - vesturriðli Þjóðardeildarinnar - og spila því tvívegis hvert tímabil. Síðustu tvö árin hefur heimaliðið ávallt borið sigur úr býtum í leikjum þessara liða en sigrar Seahawks hafa verið sérstaklega sannfærandi síðustu tvö árin - liðið vann leikina samanlagt 71-16. Seahawks hefur þar að auki unnið síðustu sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Kaepernick hefur spilað vel í síðustu leikjum en hann er aðeins á sínu öðru tímabili sem aðalleikstjórandi síns liðs. Þrátt fyrir það hefur hann spilað fjóra leiki í úrslitakeppni með 49ers og aðeins tapað einum þeirra - í Super Bowl í fyrra. Hann hefur farið með liðið á tvo sterka útivelli í úrslitakeppninni í ár - gegn Green Bay Packers og Carolina Panthers - og unnið þá báða. Hann er því til alls líklegur í kvöld. Leikstjórnandi Seahawks er einnig ungur og á framtíðina sannarlega fyrir sér, rétt eins og Kaepernick. Sá heitir Russel Wilson og er talinn útsjónarsamur og klókur leikmaður. Hann hefur þó haft hægt um sig í síðustu leikjum liðsins en hann hefur áður sýnt að hann hafi það sem til þurfi í leikjum sem þessum. Leikurinn í kvöld mun þó ekki einkennast af baráttu leikstjórnendanna, líkt og í hinni viðureign kvöldsins. Þar er margt annað sem kemur til og ekki síst frammistaða hlauparanna Frank Gore hjá 49ers og Marshawn Lynch hjá Seahawks. Báðir eru í hópi bestu leikmanna deildarinnar í sinni stöðu og mun mæða mikið á þeim í kvöld.
NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira