Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar Hrund Þórsdóttir skrifar 23. janúar 2014 20:00 Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Maðurinn reyndi að fá drengina upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti. Foreldrar barna við skólann fengu póst í morgun þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið á rauðum bíl og drengirnir hafi neitað að fara með manninum. Atvikið átti sér stað í frímínútum, við Kirkjubraut að því er talið er. Lögreglan var að sjálfsögðu látin vita og hefur hún aukið vakt við skólann. Fyrr í mánuðinum reyndi maður að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar við fáum þessar tilkynningar og vinnum síðan úr þeim eins og við mögulega getum en þær hafa nú ekki alltaf leitt okkur langt og oft eru upplýsingar af mjög skornum skammti,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Foreldrar barna við skólann hafa að vonum áhyggjur en kennari fyrsta bekkjar sem við ræddum við í dag, segir mikla áherslu lagða á forvarnir. Börnin komi vel undirbúin úr leikskólunum og viti hvernig þau eigi að bregðast við. „Börn þurfa að tilkynna um þetta, taka niður það sem þau verða áskynja með og það er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá niður eftir þeim. Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er,“ segir Árni. Hann segir óvitað hvort málið tengist öðrum af sama toga en rannsókn muni væntanlega leiða það í ljós. Hvernig geta foreldrar brugðist við og undirbúið börnin sín? „Fræðsla er lykilatriði, að börnin séu með það alveg á hreinu, eins og virðist vera gjarnan í dag, að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugu fólki eða þiggja af því sælgæti eða neitt slíkt. Jafnframt þurfa þau, ef þau verða fyrir einhvers konar áreiti, að geta látið foreldrana vita.“ Tengdar fréttir „Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Maðurinn reyndi að fá drengina upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti. Foreldrar barna við skólann fengu póst í morgun þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið á rauðum bíl og drengirnir hafi neitað að fara með manninum. Atvikið átti sér stað í frímínútum, við Kirkjubraut að því er talið er. Lögreglan var að sjálfsögðu látin vita og hefur hún aukið vakt við skólann. Fyrr í mánuðinum reyndi maður að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar við fáum þessar tilkynningar og vinnum síðan úr þeim eins og við mögulega getum en þær hafa nú ekki alltaf leitt okkur langt og oft eru upplýsingar af mjög skornum skammti,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Foreldrar barna við skólann hafa að vonum áhyggjur en kennari fyrsta bekkjar sem við ræddum við í dag, segir mikla áherslu lagða á forvarnir. Börnin komi vel undirbúin úr leikskólunum og viti hvernig þau eigi að bregðast við. „Börn þurfa að tilkynna um þetta, taka niður það sem þau verða áskynja með og það er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá niður eftir þeim. Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er,“ segir Árni. Hann segir óvitað hvort málið tengist öðrum af sama toga en rannsókn muni væntanlega leiða það í ljós. Hvernig geta foreldrar brugðist við og undirbúið börnin sín? „Fræðsla er lykilatriði, að börnin séu með það alveg á hreinu, eins og virðist vera gjarnan í dag, að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugu fólki eða þiggja af því sælgæti eða neitt slíkt. Jafnframt þurfa þau, ef þau verða fyrir einhvers konar áreiti, að geta látið foreldrana vita.“
Tengdar fréttir „Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20
Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48