Lífið

Skosk menningarhátíð á Kex

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sekkjapípan mun spila stórt hlutverk á Kex um helgina.
Sekkjapípan mun spila stórt hlutverk á Kex um helgina. nordicphotos/getty
Kex Hostel mun halda sína árlegu skosku menningarhátíð í þriðja sinn helgina 23. til 25. janúar næstkomandi, í samstarfi við Vífilfell og Icelandair. Burns nótt er haldin ár hvert í Skotlandi þann 25. janúar, á afmælisdegi þjóðskáldsins Robert Burns, og er fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns.

Kex Hostel hefur  boðið skoska sekkjapípu­leikaranum Barnaby Brown til landsins og mun hann sjá til þess að Burns nótt fari fram í samræmi við hefðir og reglur.

Einnig munu hljómsveitirnar Conquering Animal Sound og Sacred Paws koma fram á hátíðinni ásamt íslensku tónlistarmönnunum Benna Hemm Hemm og Snorra Helgasyni.


Veitingastaður Kex Hostels býður upp á sérstakan Burns matseðil í kringum hátíðina og samanstendur hann af góðum og sannreyndum skoskum mat og drykk.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á hið heimsfræga haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Aðrir réttir sem eru á matseðli eru lambakássa af Hálöndunum, blaðlaukssúpa og svo auðvitað ógrynni af viskíi, en það þykir ómissandi á Burns nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.