Sport

Efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins í Laugardalshöllinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Höður Gunnarsson er hér fyrir miðju.
Kolbeinn Höður Gunnarsson er hér fyrir miðju. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í yngri aldursflokkum en flest okkar efnilegasta fólk mun taka þátt.

Þeirra á meðal eru Aníta Hinriksdóttir, heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 m hlaupi, spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson og sjöþrautarkonan Sveinbjörg Zophaníasdóttir.

Alls eru 214 keppendur skráðir til leiks frá sautján samböndum víða að af landinu. Mótið um helgina markar upphaf keppnistímabilsins innanhúss í vetur en framundan er stórt frjálsíþróttaár sem nær hámarki á EM í Zürich í sumar.

Mikill uppgangur hefur verið í frjálsíþróttum ungmenna að undanförnu og líklegt að þó nokkur aldursflokkamet verði bætt um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×