Bíó og sjónvarp

Tökur hefjast á nýju Tarantino myndinni eftir jól

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Getty
Tökur hefjast á nýju mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino í janúar en hún verður dreifð af The Weinstein Company. Áætlað er að myndin komi út haustið 2015.

Kvikmyndin heitir The Hateful Eight og verður annar vestri en seinasta mynd Tarantino var vestrinn Django Unchained. Myndin á að gerast í Wyoming-fylki og fjallar um fólk sem veðurteppist eftir að hestavagn villist af leið í snjóstormi.

„Við erum ótrúlega spenntir að hefja framleiðslu á The Hateful Eight. Eins og við vitum vel þá verður þessi mynd jafn frumleg, hörð og að sjálfsögðu skemmtileg og allar hinar myndir Quentins,“ sögðu Bob og Harvey Weinstein í fréttatilkynningu.

„Það er einfaldlega enginn annar kvikmyndagerðarmaður eins og hann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.