Tónlist

Dylan vildi tortíma upptökunum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Dylan spilar með The Band árið 1974.
Dylan spilar með The Band árið 1974. Getty
Tónlistarmaðurinn Bob Dylan sagði eitt sinn að upptökum af 138 lögum sem hann gerði með hljómsveitinni The Band á heimili sínu árið 1967 ætti að vera tortímt.

Aðdáendur hans þurfa þó ekki að örvænta lengur þar sem „Kjallaraspólurnar“ eins og upptökurnar kallast verða bráðum gefnar út í sex diska safni.

Þá hafa lögin verið endurhljóðblönduð og raðað upp í röð eins og þau voru upprunalega spiluð.

„Efnið sem fólk hefur ekki heyrt réttlætir á alla vegu allt það umtal og allar þær mýtur sem hafa myndast í kringum þessar upptökur,“ sagði tónlistarmaðurinn Sid Griffin við Rolling Stone.

Safnið verður gefið út 4. nóvember. „Við spiluðum algjörlega frjálst. Okkur datt ekki í hug að nokkur maður myndi heyra það sem við værum að spila, svo lengi sem við lifðum,“ segir gítarleikari The Band, Robbie Robbertson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×