Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Orri Freyr Rúnarsson skrifar 3. september 2014 13:43 Vísir/Getty Billy Corgan forsprakki Smashing Pumpkins kvartar nú undan því að aðdáendur hafa lítin áhuga á að heyra ný lög frá hljómsveitinni. Eftir að hljómsveitin kom aftur saman árið 2006 búast allir við því að hún muni einungis spila gömlu góðu lögin á tónleikum og eigi jafnvel ekkert að vera að standa í því að gefa út nýjar plötur. Corgan sagðist ekki skilja af hverju sumar hljómsveitir sem hafa fylgt Smashing Pumpkins í gegnum tíðina geti stöðugt gefið út nýjar plötur sem er vel tekið á meðan að aðdáendur vilja helst að hann spili „Siamese Dreams“ það sem eftir er ævinnar. En þetta kom fram í viðtali við Billy Corgan þar sem hann talaði um tvær breiðskífur sem sveitin ætlar að senda frá sér á næsta ári. En Corgan sagði jafnframt að líkur væru á því að sveitin muni alfarið hætta eftir að hafa gefið út plöturnar en það fari þó eftir viðtökum almennings. Sé nýju plötunum vel tekið muni Smashing Pumpkins halda áfram en sé þeim ekki vel tekið ætlar hann að leggja árar í bát. Stórsveitin Faith No More stefnir á útgáfu breiðskífu á næsta ári en þetta kom fram í viðtali Rolling Stone við bassaleikarann Bill Gould. Platan á að koma út í apríl á næsta ári en hefur ekki enn fengið nafn og áætlar Faith No More að fara í tónleikaferð til að kynna plötuna. Bill Gould sagði að vinnan við plötuna væri búin að standa yfir í um það bil eitt og hálft ár en hefði gengið nokkuð hægt enda búa allir hljómsveitarmeðlimir í sitthvorri borginni. Faith No More hættu árið 1998 en komu saman aftur árið 2009 og hafa haldið reglulega tónleika síðan þá. Þeir hafa hinsvegar ekki gefið út plötu síðan að „Album of the Year“ kom út árið 1997. Þeir eru þó þegar búnir að ákveða fyrstu smáskífuna og er það við lagið „Motherfucker“ en smáskífa með því lagi kemur í takmörkuðu upplagi í verslanir þann 28.nóvember. Meðlimir Royal Blood segjast enn vera að klóra sér í hausnum yfir því að fyrsta breiðskífa þeirra komst á topp breska vinsældarlistans. Mike Kerr, söngvari sveitarinnar segir að þeir hafi aldrei búist við því að ná vinsældum og þeir séu ekki alveg vissir um hvernig þetta gerðist allt saman hjá þeim.Vísir/GettyHljómsveitarmeðlimir Interpol hafa viðurkennt að hafa ekki haft nein samskipti við bassaleikarann Carlos D eftir að hann sagði skilið við hljómsveitina árið 2010. Trommarinn Sam Fogarino sagði að hefði þetta gerst fyrir 10 árum síðan hefði hann eflaust reynt að komast að því hvar bassaleikarinn væri niðurkominn en í dag væri hann bara nokkuð sáttur og nennti ekkert að velta þessu fyrir sér. Þá sagði söngvarinn Paul Banks að það hefði aldrei komið til greina að hætta. Nú hefur verið staðfest að Radiohead séu að fara að vinna að næstu plötu sinni í september en trommarinn Phil Selway hefur gefið það út að nú sé rétti tíminn til að byrja á plötunni án þess að hafa hugmynd um hvernig hún muni hljóma. Meðlimir Radiohead hafa verið uppteknir af eigin verkefnum síðustu misseri en hafa nú sammælst um að það sé kominn tími á nýja Radiohead plötu. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur nú tilkynnt um fleiri hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni en óhætt er að fullyrða að dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan verið glæsilegri. Á meðal þeirra hljómsveita sem var bætt við dagskránna í gær má nefna Ásgeir, Perfect Pussy, Ghostigital, Halleluwah, Himbrimi og fleiri og fleiri. En miðasala á Iceland Airwaves er enn í fullum gangi. Airwaves Harmageddon Mest lesið Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon
Billy Corgan forsprakki Smashing Pumpkins kvartar nú undan því að aðdáendur hafa lítin áhuga á að heyra ný lög frá hljómsveitinni. Eftir að hljómsveitin kom aftur saman árið 2006 búast allir við því að hún muni einungis spila gömlu góðu lögin á tónleikum og eigi jafnvel ekkert að vera að standa í því að gefa út nýjar plötur. Corgan sagðist ekki skilja af hverju sumar hljómsveitir sem hafa fylgt Smashing Pumpkins í gegnum tíðina geti stöðugt gefið út nýjar plötur sem er vel tekið á meðan að aðdáendur vilja helst að hann spili „Siamese Dreams“ það sem eftir er ævinnar. En þetta kom fram í viðtali við Billy Corgan þar sem hann talaði um tvær breiðskífur sem sveitin ætlar að senda frá sér á næsta ári. En Corgan sagði jafnframt að líkur væru á því að sveitin muni alfarið hætta eftir að hafa gefið út plöturnar en það fari þó eftir viðtökum almennings. Sé nýju plötunum vel tekið muni Smashing Pumpkins halda áfram en sé þeim ekki vel tekið ætlar hann að leggja árar í bát. Stórsveitin Faith No More stefnir á útgáfu breiðskífu á næsta ári en þetta kom fram í viðtali Rolling Stone við bassaleikarann Bill Gould. Platan á að koma út í apríl á næsta ári en hefur ekki enn fengið nafn og áætlar Faith No More að fara í tónleikaferð til að kynna plötuna. Bill Gould sagði að vinnan við plötuna væri búin að standa yfir í um það bil eitt og hálft ár en hefði gengið nokkuð hægt enda búa allir hljómsveitarmeðlimir í sitthvorri borginni. Faith No More hættu árið 1998 en komu saman aftur árið 2009 og hafa haldið reglulega tónleika síðan þá. Þeir hafa hinsvegar ekki gefið út plötu síðan að „Album of the Year“ kom út árið 1997. Þeir eru þó þegar búnir að ákveða fyrstu smáskífuna og er það við lagið „Motherfucker“ en smáskífa með því lagi kemur í takmörkuðu upplagi í verslanir þann 28.nóvember. Meðlimir Royal Blood segjast enn vera að klóra sér í hausnum yfir því að fyrsta breiðskífa þeirra komst á topp breska vinsældarlistans. Mike Kerr, söngvari sveitarinnar segir að þeir hafi aldrei búist við því að ná vinsældum og þeir séu ekki alveg vissir um hvernig þetta gerðist allt saman hjá þeim.Vísir/GettyHljómsveitarmeðlimir Interpol hafa viðurkennt að hafa ekki haft nein samskipti við bassaleikarann Carlos D eftir að hann sagði skilið við hljómsveitina árið 2010. Trommarinn Sam Fogarino sagði að hefði þetta gerst fyrir 10 árum síðan hefði hann eflaust reynt að komast að því hvar bassaleikarinn væri niðurkominn en í dag væri hann bara nokkuð sáttur og nennti ekkert að velta þessu fyrir sér. Þá sagði söngvarinn Paul Banks að það hefði aldrei komið til greina að hætta. Nú hefur verið staðfest að Radiohead séu að fara að vinna að næstu plötu sinni í september en trommarinn Phil Selway hefur gefið það út að nú sé rétti tíminn til að byrja á plötunni án þess að hafa hugmynd um hvernig hún muni hljóma. Meðlimir Radiohead hafa verið uppteknir af eigin verkefnum síðustu misseri en hafa nú sammælst um að það sé kominn tími á nýja Radiohead plötu. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur nú tilkynnt um fleiri hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni en óhætt er að fullyrða að dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan verið glæsilegri. Á meðal þeirra hljómsveita sem var bætt við dagskránna í gær má nefna Ásgeir, Perfect Pussy, Ghostigital, Halleluwah, Himbrimi og fleiri og fleiri. En miðasala á Iceland Airwaves er enn í fullum gangi.
Airwaves Harmageddon Mest lesið Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Hver er tilgangur lífsins hjá trúleysingjum? Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon