Tónlist

Nýtt myndband frá Hjaltalín

Nýtt myndband frá Hjaltalín hefur nú litið dagsins ljós. Myndbandið er við lagið, At the Amalfi en lagið er tekið af plötunni Days of Gray.

Platan hlaut einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ekki svo löngu síðan fyrir bestu plötuna í opnum flokki.

Myndbandið er sérstakt fyrir þær sakir að hér um að ræða sérstaka endurmyndblöndun, remix, af myndinni Days of Gray sem lagið er samið fyrir. Höfundur myndbandins er Máni Sigfússon.

Á föstudagskvöldið verður sérstök sýning í Hörpu á kvikmyndinni Days of Gray við undirleik Hjaltalín. Myndin er bandarísk en var að öllu leyti tekin upp hér á landi. Hún er þögul, en Hjaltalín samdi alla tónlistina við myndina.

Hér má lesa nánar um sýninguna og einnig nálgast miða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×