Erlent

„Réttlætinu verður fullnægt“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
„Þeir sem gera þau mistök að skaða Bandaríkjamenn munu komast að því að við gleymum ekki, að armur okkar er langur og að réttlætinu verður fullnægt.“ Þetta sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, við fjölmiðla í Tallinn, vegna aftökum blaðamannanna Steven Setloff og James Foley.

Forsetinn sagði að Bandaríkin myndu í samstarfi við önnur viljug ríki vinna að því að eyða samtökunum.

„Markmið okkar er að ganga úr skugga um að samtökin Íslamst ríki verði ekki lengur ógn. Við getum gert það, en það mun taka tíma og mikla viðleitni.“

Þá sagði Obama að Bandaríkjunum væri ógnað af myndböndunum. Að þessir ógeðfelldu aturðir sameinuðu bandarísku þjóðina.

„Hvað sem þessir morðingjar hafa ætlað að áorka með því að myrða saklaust fólk eins og Steven Setloff, þá hefur þeim þegar mistekist,“ sagði Obama.


Tengdar fréttir

IS birtir myndband af aftöku Sotloffs

IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×