Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Sveinn Arnarsson skrifar 3. september 2014 06:45 Formaður bæjarráðs segir í samtali við Fréttablaðið að bæjarstjórn hafi skoðað hvort bæjarstjóri hafi verið hæfur til að halda á málinu sökum tengsla við starfsmenn Gámaþjónustunnar. Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega, en þar samdi sveitarfélagið við Gámaþjónustuna. Íslenska gámafélagið vill fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda Íslenska gámafélaginu gögnin. Enn neitar sveitarfélagið að afhenda gögnin og ætlar sér að fara með málið til dómstóla. „Það er með ólíkindum hvernig haldið er á þessu máli,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf út það úrskurðarorð þann 24. júlí síðastliðinn að sveitarfélaginu sé skylt að láta Íslenska gámafélaginu í té þau gögn sem Gámaþjónustan lagði til grundvallar tilboði sínu. Tilboð vegna umrædds útboðs voru opnuð 23. desember í fyrra. Sveitarfélagið hafnaði þeirri kröfu og krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað. Á það féllst úrskurðarnefndin ekki heldur og kvað upp þann úrskurð þann 13. ágúst síðastliðinn.Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri ÖlfussGæta hagsmuna einkafyrirtækis Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir hagsmuni sveitarfélagsins í þessu máli óverulega en að sama skapi séu hagsmunir viðsemjanda Ölfuss, Gámaþjónustunnar, nokkuð ríkir. Þegar hann er spurður hvers vegna bæjarfélagið vilji ekki ganga að úrskurði nefndarinnar segir hann það hagsmuni og ósk Gámaþjónustunnar. „Við gerum þetta vegna þess að viðsemjandi okkar telur álitamál hvort eigi að láta í té þessar upplýsingar og óskar eftir því að haldinn sé trúnaður við fyrirtækið,“ segir Gunnsteinn. „Beinir hagsmunir sveitarfélagsins eru óverulegir hvað þetta mál varðar. Það er verið að verða við þeirra óskum og þeirra hagsmunir eru kannski ríkari í þessu máli.“ Þegar Gunnsteinn er spurður að því hvar ákvörðun hafi verið tekin innan sveitarfélasins um að ganga svona langt með málið og andmæla úrskurðarnefnd um upplýsingamál, segir hann það ekki hafa verið gert opinberlega. Hvorki bæjarstjórn né bæjarráð Ölfuss hefur tekið málið fyrir með formlegum hætti. „Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins tekur þessa ákvörðun í samráði við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins en þetta hefur ekki verið bókað í fundargerðum sveitarfélagsins.“Foreldrar eiga hlut í Gámaþjónustunni Hinn 20. ágúst síðastliðinn var skrifað undir samning milli Gámaþjónustunnar og sveitarfélagsins Ölfuss, þess efnis að sveitarfélagið skuldbindur sig til að höfða mál til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Gámaþjónustan er ekki aðili málsins en hefur „umtalsverða hagsmuni af niðurstöðu málsins“ eins og segir í samningnum. Gámaþjónustan skuldbindur sig á móti til að greiða allan þann kostnað sveitarfélagsins sem hlýst af málarekstrinum fyrir dómstólum. Þegar Gunnsteinn er spurður hvort hann sé á nokkurn hátt tengdur Gámaþjónustunni persónulega segir hann: „Ekki eru nú persónuleg tengsl milli mín og Gámaþjónustunnar sem fyrirtækis beint, en ég get alveg viðurkennt það að ég á fjölskyldumeðlimi sem starfa hjá þessu fyrirtæki, báðir foreldrar mínir og bróðir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga foreldrar Gunnsteins hlut í fyrirtækinu. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti í þessu ferli hugað að því hvort hann væri vanhæfur til að standa að þessu máli telur hann svo ekki vera. „Í ljósi þess að þetta varðar ekki fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins hef ég ekki talið ástæðu til þess.“ Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega, en þar samdi sveitarfélagið við Gámaþjónustuna. Íslenska gámafélagið vill fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda Íslenska gámafélaginu gögnin. Enn neitar sveitarfélagið að afhenda gögnin og ætlar sér að fara með málið til dómstóla. „Það er með ólíkindum hvernig haldið er á þessu máli,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf út það úrskurðarorð þann 24. júlí síðastliðinn að sveitarfélaginu sé skylt að láta Íslenska gámafélaginu í té þau gögn sem Gámaþjónustan lagði til grundvallar tilboði sínu. Tilboð vegna umrædds útboðs voru opnuð 23. desember í fyrra. Sveitarfélagið hafnaði þeirri kröfu og krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað. Á það féllst úrskurðarnefndin ekki heldur og kvað upp þann úrskurð þann 13. ágúst síðastliðinn.Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri ÖlfussGæta hagsmuna einkafyrirtækis Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir hagsmuni sveitarfélagsins í þessu máli óverulega en að sama skapi séu hagsmunir viðsemjanda Ölfuss, Gámaþjónustunnar, nokkuð ríkir. Þegar hann er spurður hvers vegna bæjarfélagið vilji ekki ganga að úrskurði nefndarinnar segir hann það hagsmuni og ósk Gámaþjónustunnar. „Við gerum þetta vegna þess að viðsemjandi okkar telur álitamál hvort eigi að láta í té þessar upplýsingar og óskar eftir því að haldinn sé trúnaður við fyrirtækið,“ segir Gunnsteinn. „Beinir hagsmunir sveitarfélagsins eru óverulegir hvað þetta mál varðar. Það er verið að verða við þeirra óskum og þeirra hagsmunir eru kannski ríkari í þessu máli.“ Þegar Gunnsteinn er spurður að því hvar ákvörðun hafi verið tekin innan sveitarfélasins um að ganga svona langt með málið og andmæla úrskurðarnefnd um upplýsingamál, segir hann það ekki hafa verið gert opinberlega. Hvorki bæjarstjórn né bæjarráð Ölfuss hefur tekið málið fyrir með formlegum hætti. „Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins tekur þessa ákvörðun í samráði við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins en þetta hefur ekki verið bókað í fundargerðum sveitarfélagsins.“Foreldrar eiga hlut í Gámaþjónustunni Hinn 20. ágúst síðastliðinn var skrifað undir samning milli Gámaþjónustunnar og sveitarfélagsins Ölfuss, þess efnis að sveitarfélagið skuldbindur sig til að höfða mál til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Gámaþjónustan er ekki aðili málsins en hefur „umtalsverða hagsmuni af niðurstöðu málsins“ eins og segir í samningnum. Gámaþjónustan skuldbindur sig á móti til að greiða allan þann kostnað sveitarfélagsins sem hlýst af málarekstrinum fyrir dómstólum. Þegar Gunnsteinn er spurður hvort hann sé á nokkurn hátt tengdur Gámaþjónustunni persónulega segir hann: „Ekki eru nú persónuleg tengsl milli mín og Gámaþjónustunnar sem fyrirtækis beint, en ég get alveg viðurkennt það að ég á fjölskyldumeðlimi sem starfa hjá þessu fyrirtæki, báðir foreldrar mínir og bróðir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga foreldrar Gunnsteins hlut í fyrirtækinu. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti í þessu ferli hugað að því hvort hann væri vanhæfur til að standa að þessu máli telur hann svo ekki vera. „Í ljósi þess að þetta varðar ekki fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins hef ég ekki talið ástæðu til þess.“
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira