Handbolti

Handboltavertíðin hefst í Eyjum í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV.
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV. vísir/stefán
Klukkan 18.00 verður flautað til leiks í leik meistara meistaranna, þar sem Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka mætast.

Leikið er í Vestmannaeyjum, en þessi árlegi leikur Íslands- og bikarmeistaranna markar upphaf handboltatímabilsins á Íslandi. Sjálft Íslandsmótið hefst svo fimmtudaginn 18. september.

ÍBV og Haukar mættust í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Eftir tvo sigra hjá hvoru liði tryggðu Eyjamenn sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með eins marks sigri, 28-29, í eftirminnilegum oddaleik í troðfullri Schenker-höllinni í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×