Freknóttir fagna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. september 2014 07:00 Konum um og yfir þrítugu er sérstaklega ráðlagt að stúdera freknuförðun, þar sem tæknin geti gert þær unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég las þetta í gær. Þetta fylgdi frétt á hun.is sem freknóttir vinir mínir á Facebook deildu grimmt. Freknur eru nefnilega komnar í tísku. Ég er með freknur. Ég var ekki alltaf sátt við freknurnar. Einhvern veginn skildist mér sem krakka að þær þættu ekki til prýði og var hreint ekki sátt þegar þær tóku að dreifa sér víðar en um nef og kinnar. Huggunarorð eins og að freknur væru hraustleikamerki höfðu lítið að segja, það var ekkert töff að vera hraust. Ekki einu sinni Lína Langsokkur gat sannfært mig um það. Ég reyndi meira að segja að plokka þær af! Ég ætla samt ekki að láta sem freknurnar hafi haft afgerandi áhrif á líf mitt og líðan. Nema þær hafi orðið til þess að ég gekkst óþarflega mikið upp í hlutverki freknótta hrekkjusvínsins. Þær hættu alveg að angra mig. Með árunum fóru þær jafnvel að gera gagn en á því tímabili í lífi mínu þegar bóla á kinn gat þýtt heimsendi, virkuðu þær sem felubúningur. Að ég tali nú ekki um þegar hrukkurnar komu. Ekki að ég hengi mig í niðurnjörvaða útlitsstaðla og kröfur, um að vera „unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið“. Hreint ekki! Óx upp úr því fyrir löngu. Fegurðin kemur að innan og allt það, að innan nefnilega. Viðbrögð mín við freknufréttinni komu mér því á óvart. Á sama tíma og ég gat ekki annað en glaðst í laumi yfir því að nú væri ekki bara orðið samfélagslega ásættanlegt að vera freknóttur heldur töff, leið mér eins og búið væri að ljóstra upp leyndarmáli sem aðeins ég og aðrir útvaldir höfðum átt fyrir okkur. „Unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég kærði mig hreint ekkert um að nú gæti hver sem er „stúderað freknuförðun“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Konum um og yfir þrítugu er sérstaklega ráðlagt að stúdera freknuförðun, þar sem tæknin geti gert þær unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég las þetta í gær. Þetta fylgdi frétt á hun.is sem freknóttir vinir mínir á Facebook deildu grimmt. Freknur eru nefnilega komnar í tísku. Ég er með freknur. Ég var ekki alltaf sátt við freknurnar. Einhvern veginn skildist mér sem krakka að þær þættu ekki til prýði og var hreint ekki sátt þegar þær tóku að dreifa sér víðar en um nef og kinnar. Huggunarorð eins og að freknur væru hraustleikamerki höfðu lítið að segja, það var ekkert töff að vera hraust. Ekki einu sinni Lína Langsokkur gat sannfært mig um það. Ég reyndi meira að segja að plokka þær af! Ég ætla samt ekki að láta sem freknurnar hafi haft afgerandi áhrif á líf mitt og líðan. Nema þær hafi orðið til þess að ég gekkst óþarflega mikið upp í hlutverki freknótta hrekkjusvínsins. Þær hættu alveg að angra mig. Með árunum fóru þær jafnvel að gera gagn en á því tímabili í lífi mínu þegar bóla á kinn gat þýtt heimsendi, virkuðu þær sem felubúningur. Að ég tali nú ekki um þegar hrukkurnar komu. Ekki að ég hengi mig í niðurnjörvaða útlitsstaðla og kröfur, um að vera „unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið“. Hreint ekki! Óx upp úr því fyrir löngu. Fegurðin kemur að innan og allt það, að innan nefnilega. Viðbrögð mín við freknufréttinni komu mér því á óvart. Á sama tíma og ég gat ekki annað en glaðst í laumi yfir því að nú væri ekki bara orðið samfélagslega ásættanlegt að vera freknóttur heldur töff, leið mér eins og búið væri að ljóstra upp leyndarmáli sem aðeins ég og aðrir útvaldir höfðum átt fyrir okkur. „Unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég kærði mig hreint ekkert um að nú gæti hver sem er „stúderað freknuförðun“.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun