Innlent

Óveður hefur áhrif á íslenska korthafa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Óveðrið á Bretlandseyjum varð til þess að íslenskir kreditkorthafar gátu ekki notað kortin sín í gær. Óveðrið hafði áhrif á rúmlega 200 færslur.

Valitor tengist kerfi sem staðsett er í London. Aðal- og varakerfið duttu út í 21 mínútu, á milli klukkan 21.58 og 22.19. Kristján Harðarson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar segir atvikið alvarlegt en einstakt.

„Það á ekki að geta gerst að bæði kerfin okkar detti niður en þessi kerfi tengja okkur við London. Við erum að láta skoða þetta þetta og vonandi er þetta atvik einstakt,“ segir Kristján.

Kristján segir jafnframt að þrátt fyrir að spáð sé slæmu veðri á Bretlandseyjum næstu daga þurfi korthafar ekki að hafa áhyggjur, ekki miklar líkur séu á að þetta komi fyrir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×