Nauðsynlegar sameiningar háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2014 00:00 Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar