Miðaldra konur heimta nýtt ræktarmix í gegnum Facebook Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2014 13:40 Óla Geir finnst gaman að gefa eitthvað af sér. myndir/einkasafn „Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira