Lífið

Þarft bara tásurnar og gleðina

Þau Helga, Ásgeir og Þórey hvetja alla að mæta og dansa af sér jólastressið.
Þau Helga, Ásgeir og Þórey hvetja alla að mæta og dansa af sér jólastressið. Vísir
„Okkur langaði svo að gera eitthvað sem myndi leiða saman jóga, kiirtan og dans,“ segir Helga Kristín Gunnarsdóttir jógakennari, sem ásamt Ásgeiri Jóel kiirtan-kennara og Þóreyju Viðarsdóttur, jóga- og danskennara, hafa haldið DansAndi Kosmíska dansmessu síðastliðið ár.

Þann 6. desember verður sérstök jólaflæðisdansmessa. Tímarnir byrja á jógaupphitun og því næst tekur við kiirtan sem er hugleiðslusöngur.

Þar á eftir tekur við jóga-rave, en þar dansa þátttakendur við hressandi taktfasta tónlist. Tíminn endar svo á góðri jógaslökun og hugleiðslu.

„Þetta er heil upplifun, þrír og hálfur tími. Í jólaflæði verður fókusinn á kærleika og umburðarlyndi gagnvart okkur og náunganum og þakklæti fyrir það sem við höfum,“ bætir Helga við, en þeir sem sótt hafa tímana segjast aldrei hafa upplifað annað eins.

„Það geta allir tekið þátt og þeir sem ekki hafa komið áður eru leiddir í gegnum tímann. Það er engin skylda að dansa allan tímann. Þú þarft bara tærnar, þægileg föt og gleði,“ segir Helga.

Upplýsingar um DansAndi má finna á Facebook-síðu hópsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×