Ævareiðir rithöfundar vegna ritdóma á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2014 13:35 Björn Þór er sannarlega enginn augnakarl í ranni rithöfunda, en bókmenntarýni hans hefur fallið í grýttan jarðveg þar. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur á vart orð til í eigu sinni vegna gagnrýni og gagnrýni Björns Þórs Vilhjálmssonar í þættinum Víðsjá á Ríkisútvarpinu. Svo gramt er henni í geði að hún fær sig ekki til að nefna nafn hans en óhætt er að segja að það gneisti af orðum sem hún ritaði á Facebooksíðu sína um helgina, en þar kallar hún Björn Þór pungrottu, montinn hrokagikk og vesaling: „Mikill vesalingur er hinn útreiknanlegi gagnrýnandi VÍÐASJÁR þegar hann fjallar um Englaryk - Guðrúnar Evu Mínervudóttur og KOK Kristínar Eiríksdóttur. Mig langar ekki til að nefna hann á nafn, það er nefnilega, því miður, ennþá hægt að hlusta á yfirskyggt montið og hrokann í honum í Sarpinum. Satt að segja hélt ég að pungrottudómar heyrðu sögunni til. En þannig er það ekki. Ég hef alltaf staðið með Rúv og viljað veg þess bestan. En ég get ekki lengur lofað þann guðlega mátt sem gerir mig löðrandi í drullu.“Almenn reiði meðal rithöfunda Ýmsir rithöfundar taka undir orð Vigdísar, Kristín Ómarsdóttir krækir í orð Vigdísar og fylgir þeim úr hlaði með að segja: „Um ritdómarann í Víðsjá sem sýnir dæmalausa kvenfyrirlitningu.“ Og, þannig má áfram telja. Og, svo Þórarinn Leifsson rithöfundur sem bætir um betur á Facebooksíðu sinni í dag þar sem hann segir: „Rithöfundar geta auðvitað ekki farið að stýra umræðu um bækurnar sínar. Hvort sem um er að ræða þennan furðufugl í Víðsjá eða fyllibyttur sem rugla saman prívat rifrildum á fésbók við faglegan ritdóm. En ritstjórar hljóta að taka í taumana þegar menn eru komnir út í tóma vitleysu?“ Þórarinn bætir svo við broskarli en meiningin fer ekkert á milli mála; rithöfundar vilja ekki sætta sig við þennan mann.Ómarktækur fúkyrðaflaumur Eiríkur Guðmundsson, einn umsjónarmanna Víðsjár, segir þetta svo stór orð í samtali við Vísi, svo stór að ekki sé hægt að taka neina afstöðu til þeirra. „Ég get skilið að þessi dómar hafi farið skakkir ofan í fólk en þetta eru alltof stór orð. Mér finnst fólk býsna stóryrt,“ segir Eiríkur. Hann segir ekki standa til að losa sig við Björn Þór og hann hefur ekki fengið nein formleg viðbrögð á sitt borð vegna dóma Björns Þórs. „Nei, bara þessi hróp á Facebook,“ segir Eiríkur. „Okkur bregður við stóryrðin en annars erum við bara róleg.“En, nú er þetta varla hópur sem menningarþáttur á borð við Víðsjá vill vera uppá kant við? „Nei. Ekki vill maður vera uppá kant við Vigdísi, þá indælu konu. Við verðum þá bara að bjóða henni til skrafs og ráðagerða. Svona stóryrði og fúkyrði eru ekki til þess fallin að maður taki mikið tillit til þeirra.“ En, hvað segir maðurinn sem er í auga stormsins? Björn Þór er aðjúnkt í almennri bókmenntafræði við HÍ og ætti að vita um hvað hann er að tala. Eða hvað? „Fólk má að sjálfsögðu hafa hvaða skoðun sem það vill þegar að minni bókmenntaumfjöllun kemur, og ekki er hún hafin yfir gagnrýni. En þessi ummæli hins vegar eru ekki svaraverð og dæma sig sjálf.“ Innlegg frá Vigdís Grímsdóttir. Innlegg frá Thorarinn Leifsson. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur á vart orð til í eigu sinni vegna gagnrýni og gagnrýni Björns Þórs Vilhjálmssonar í þættinum Víðsjá á Ríkisútvarpinu. Svo gramt er henni í geði að hún fær sig ekki til að nefna nafn hans en óhætt er að segja að það gneisti af orðum sem hún ritaði á Facebooksíðu sína um helgina, en þar kallar hún Björn Þór pungrottu, montinn hrokagikk og vesaling: „Mikill vesalingur er hinn útreiknanlegi gagnrýnandi VÍÐASJÁR þegar hann fjallar um Englaryk - Guðrúnar Evu Mínervudóttur og KOK Kristínar Eiríksdóttur. Mig langar ekki til að nefna hann á nafn, það er nefnilega, því miður, ennþá hægt að hlusta á yfirskyggt montið og hrokann í honum í Sarpinum. Satt að segja hélt ég að pungrottudómar heyrðu sögunni til. En þannig er það ekki. Ég hef alltaf staðið með Rúv og viljað veg þess bestan. En ég get ekki lengur lofað þann guðlega mátt sem gerir mig löðrandi í drullu.“Almenn reiði meðal rithöfunda Ýmsir rithöfundar taka undir orð Vigdísar, Kristín Ómarsdóttir krækir í orð Vigdísar og fylgir þeim úr hlaði með að segja: „Um ritdómarann í Víðsjá sem sýnir dæmalausa kvenfyrirlitningu.“ Og, þannig má áfram telja. Og, svo Þórarinn Leifsson rithöfundur sem bætir um betur á Facebooksíðu sinni í dag þar sem hann segir: „Rithöfundar geta auðvitað ekki farið að stýra umræðu um bækurnar sínar. Hvort sem um er að ræða þennan furðufugl í Víðsjá eða fyllibyttur sem rugla saman prívat rifrildum á fésbók við faglegan ritdóm. En ritstjórar hljóta að taka í taumana þegar menn eru komnir út í tóma vitleysu?“ Þórarinn bætir svo við broskarli en meiningin fer ekkert á milli mála; rithöfundar vilja ekki sætta sig við þennan mann.Ómarktækur fúkyrðaflaumur Eiríkur Guðmundsson, einn umsjónarmanna Víðsjár, segir þetta svo stór orð í samtali við Vísi, svo stór að ekki sé hægt að taka neina afstöðu til þeirra. „Ég get skilið að þessi dómar hafi farið skakkir ofan í fólk en þetta eru alltof stór orð. Mér finnst fólk býsna stóryrt,“ segir Eiríkur. Hann segir ekki standa til að losa sig við Björn Þór og hann hefur ekki fengið nein formleg viðbrögð á sitt borð vegna dóma Björns Þórs. „Nei, bara þessi hróp á Facebook,“ segir Eiríkur. „Okkur bregður við stóryrðin en annars erum við bara róleg.“En, nú er þetta varla hópur sem menningarþáttur á borð við Víðsjá vill vera uppá kant við? „Nei. Ekki vill maður vera uppá kant við Vigdísi, þá indælu konu. Við verðum þá bara að bjóða henni til skrafs og ráðagerða. Svona stóryrði og fúkyrði eru ekki til þess fallin að maður taki mikið tillit til þeirra.“ En, hvað segir maðurinn sem er í auga stormsins? Björn Þór er aðjúnkt í almennri bókmenntafræði við HÍ og ætti að vita um hvað hann er að tala. Eða hvað? „Fólk má að sjálfsögðu hafa hvaða skoðun sem það vill þegar að minni bókmenntaumfjöllun kemur, og ekki er hún hafin yfir gagnrýni. En þessi ummæli hins vegar eru ekki svaraverð og dæma sig sjálf.“ Innlegg frá Vigdís Grímsdóttir. Innlegg frá Thorarinn Leifsson.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira