Hera leikur eitt af hlutverkunum í myndinni sem fjallar um feðga sem ætla að bjarga jólunum þegar þeir finna jólasveininn sofandi í bílskúrnum sínum.
Það er sannkallað stjörnulið sem leikur í myndinni ásamt Heru, eins og Jim Broadbent sem hefur leikið í Harry Potter, Gangs of New York og Moulin Rouge svo fátt eitt sé nefnt, og Warwick Davis sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Life's Too Short sem voru sýndir fyrir stuttu.
Get Santa fer í almennar sýningar í Bretlandi þann 5. desember en óvíst er hvort hún komi alla leið til Íslands. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni þar sem Heru bregður stuttlega fyrir.

