Tónlist

Nítján á plötu fyrir íbúa Gaza

Freyr Bjarnason skrifar
Eva er upphafsmaður og umsjónarmaður útgáfunnar. Hún ferðaðist til Palestínu árið 2003.
Eva er upphafsmaður og umsjónarmaður útgáfunnar. Hún ferðaðist til Palestínu árið 2003. Vísir/Valli
Fyrir Gaza er safnplata gefin út fyrir íbúa Gaza þar sem nítján listamenn og hljómsveitir koma saman í nafni mannréttinda og mannúðar. Má þar nefna GusGus, FM Belfast, Sóley, Cell 7, Mammút, Prins Póló og Mugison.

Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til AISHA – Association for Women and Child Protection sem sinnir neyðarhjálp fyrir konur og barnafjölskyldur á Gaza-svæðinu. Samtökin standa einnig fyrir námskeiðum og fræðslustarfi til að fyrirbyggja heimilisofbeldi, stuðla að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna á Gaza og annars staðar í hertekinni Palestínu.

Eva Einarsdóttir er upphafsmaður og umsjónarmaður útgáfunnar. Hún ferðaðist til Palestínu árið 2003 og starfaði sem sjálfboðaliði að æskulýðsstarfi hjá PMRS, Palestínsku læknahjálparnefndunum og Project Hope í Balata-flóttamannabúðunum við Nablus.

Árið 2004 átti hún frumkvæði að útgáfu safnplötunnar Frjáls Palestína. Nú tíu árum síðar, í kjölfar árásanna á Gaza í sumar, setur hún saman þessa safnplötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.