Ný ofurhljómsveit sækir í sig veðrið Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Tungl er sækadelískt kántrírokk af gamla skólanum. mynd/saga sig „Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira