Ný ofurhljómsveit sækir í sig veðrið Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Tungl er sækadelískt kántrírokk af gamla skólanum. mynd/saga sig „Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti. Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti.
Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira