Lífið

Íslendingur með hlutverk í japanskri Subaru-auglýsingu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Egill dáist að gervi norðurljósunum.
Egill dáist að gervi norðurljósunum.
„Þeir þurftu að fá einhvern Íslending til að leika eitthvað pínulítið auka í lok auglýsingarinnar, þeir vildu fá einhvern úr tökuliðinu til að leika fyrir sig í auglýsingunni og ég varð fyrir valinu,“ segir Egill Viðarsson, kvikmyndagerðarmaður hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus Iceland.

Hann kemur fyrir í japanskri auglýsingu fyrir nýja Subaru Forester CM-bílinn en Pegasus aðstoðaði fyrirtækið við tökur á Íslandi.

tekið á langjökli Egill varð fyrir valinu sem Íslendingurinn í auglýsingunni.
Í myndbandinu, sem ber heitið „Forester Vs. Snow,“ eða „Forester gegn snjónum“ brunar jeppi í gegnum snjó á hálendi Íslands. Í miðjunni bregður fyrir japanskri fjölskyldu sem virðist vera hæstánægð með tryllitækið. 

Í lok myndbandsins stígur Egill svo út úr bílnum og dáist að norðurljósunum, sem reyndar var bætt inn eftir á. 

„Því miður þá eru norðurljósin ekki alvöru en þetta var mikið fjör,“ segir Egill en auglýsingin var tekin upp á Langjökli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×