Myrkur í heygarðshorninu Gunnlaugur Björnsson skrifar 1. desember 2014 00:00 Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi. Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan. Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum. Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24. Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi. Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan. Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum. Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24. Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar