Tromp Norðmanna í orkumálum? Jóhann Helgason skrifar 18. október 2014 07:00 Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættulaust samanborið við úran. Norðmenn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rannsakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sérstaða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórín kjarnorkuver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í forsvari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þórínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kanada, Bandaríkin og Kína. Yfirleitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins.Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverjar, með vísindalegan mannauð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróðurhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnslan er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausnum þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norðmenn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfirleitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrum eftirlitsmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Norðmenn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættulaust samanborið við úran. Norðmenn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rannsakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sérstaða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórín kjarnorkuver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í forsvari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þórínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kanada, Bandaríkin og Kína. Yfirleitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins.Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverjar, með vísindalegan mannauð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróðurhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnslan er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausnum þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norðmenn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfirleitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrum eftirlitsmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Norðmenn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli.
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun