Tónlist

Tónleikaferðalag um Ísland

Meðlimir ADHD ætla að ferðast í kringum landið á næstunni.
Meðlimir ADHD ætla að ferðast í kringum landið á næstunni. Mynd/Spessi
Hljómsveitin ADHD ætlar að leggja land undir fót og skella sér í tónleikaferð um landið eftir helgi í tilefni af nýútkominni plötu sinni, ADHD 5.

ADHD var mynduð í kringum blúshátíð Hafnar á Hornafirði árið 2007. Samstarfið gekk vonum framar og í framhaldinu gáfu þeir félagar út sína fyrstu plötu sem var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Hljómsveitin ætlar að fylgja nýju plötunni eftir með ferðalagi um meginland Evrópu í upphafi næsta árs. Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu um Ísland á fésbókarsíðu sveitarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.