Afnema á virðisaukaskatt á bókum Ágúst Einarsson skrifar 18. október 2014 07:00 Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar