Komum þeim frá! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. desember 2014 07:00 Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun