Leika Míó og JúmJúm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 10:30 Þeir Theodór og Ágúst Beinteinn kynntust fyrst í leikritinu Óvitunum. Nú munu þeir leika bestu vini í útvarpinu. Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“ Krakkar Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“
Krakkar Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira