Erlent

118 látnir eftir sprengjuárás í Nígeríu

Hryðjuverk Konur voru í meirihluta fórnarlamba árásanna.
Hryðjuverk Konur voru í meirihluta fórnarlamba árásanna. Vísir/AP
Að minnsta kosti 118 eru látnir og tugir særðir eftir tvær sprengjuárásir í borginni Jos í Nígeríu. BBC greinir frá.

Önnur sprengingin varð á fjölförnum markaði en hin nálægt spítala. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Deilur hafa staðið yfir milli kristinna og múslíma á svæðinu undanfarin ár.

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram liggja undir grun. Samtökin hafa borið ábyrgð á fjölda sprengjuárása á svæðinu á undanförnum mánuðum.- ih




Fleiri fréttir

Sjá meira


×