Að taka tillit til náttúrunnar Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2014 09:44 Mikill fjöldi fólks nýtir náttúru og umhverfi á Seltjarnarnesi sér til heilsubótar og ánægju enda um einstök lífsgæði að ræða. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur og menningarminjar sem standa þarf vörð um, vegna sérstöðu þeirra og gildis til útivistar og upplifunar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum í umhverfismálum og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu og náttúran fái að njóta vafans sem upp kemur. Umhverfismálin eru til úrlausnar vegna nútíðar og framtíðar. Þetta á við um undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúruna og vandlega þarf að huga að öllu sem það varðar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að þessu sé fylgt og kemur í erindisbréfi hennar kemur fram að eitt meginhlutverk nefndarinnar sé, „að leggja mat á umhverfisáhrif af völdum mannvirkjagerðar, landnýtingar, mengunar og efnistöku í sveitarfélaginu þar sem löggjöf kveður á um mat á umhverfisáhrifum“.Eru Vestursvæðin geymslusvæði fyrir ódýrt efni? Það þurfa því að liggja fyrir skýrar ástæður þegar ákvarðanir eru teknar sem spilla gersemum náttúrunnar. Því er ekki skrýtið að margir Seltirningar velti vöngum yfir stærðarinnar moldarhaugum og grjóthnullungum sem gnæfa yfir Vestursvæðin norðanverð, sem eru e.k. sveit okkar Seltirninga, á svæði sem samkvæmt skipulagi á að njóta hverfisverndar. Umhverfisnefnd var gert að taka til umfjöllunar leyfi um haugsetningu á Vestursvæðum þar sem ódýr möl hafði fallið til og fljótt þurfti að bregðast við. Umhverfisvernd veitti tímabundið leyfi til að haugsetja þarna efni með ströngum skilmálum. Því miður var á engan hátt farið eftir skilmálum umhverfisnefndar. Magnið var margfalt meira en um var getið og á engan hátt fylgt skilmálum þar sem stórgrýti og moldarruðningur hefur komið í stað malarinnar sem nýtt er. Enn er gríðarlegt magn efnis á þessu svæði og því skilmálar nefndarinnar um magn og tímasetningar að engu virtir. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lagt ríka áherslu á í allri sinni ákvarðanatöku að faglega sé staðið að framkvæmdum með tilliti til umhverfisins. Það er því miður ekki alveg þannig farið í ákvarðanatöku hjá bæjarstjóra og virðist sem skilaboðin séu að fylgja ekki skilyrðum fagnefnda og jafnvel að taka ákvarðanir í viðkvæmum málum án aðkomu þeirra, með þeim rökum að efnið sé „ódýrt“ og komi bæjarbúum til góða. Þannig er virt að vettugi það vinnuferli sem fylgja ber og staðfest er í bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum fagnefnda og þetta á við í fleiri tilfellum en einungis á Vestursvæðunum.Hvernig stjórnsýslu viljum við? Það er hættuleg pólitík þegar gengið er fram hjá fagnefndum og ákvarðanir teknar áður en þær hafa eitthvað um málið að segja. Það er líka hættuleg pólitík að virða að vettugi leyfi sem gefin hafa verið fyrir ákveðnum framkvæmdum eins og efnisflutningum á Vestursvæðin. Það er ennþá hættulegra ef við sofnum á verðinum og virðum þannig umhverfið að vettugi. Umhverfið er eign til framtíðar og varðar okkur öll og afkomendur okkar. Það skiptir ekki öllu máli að fá eitthvað „ódýrt“ á kostnað náttúrunnar, heldur að hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun og frágengið skipulag og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þess sakna ég hjá bæjarstjóra Seltirninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fólks nýtir náttúru og umhverfi á Seltjarnarnesi sér til heilsubótar og ánægju enda um einstök lífsgæði að ræða. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur og menningarminjar sem standa þarf vörð um, vegna sérstöðu þeirra og gildis til útivistar og upplifunar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum í umhverfismálum og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu og náttúran fái að njóta vafans sem upp kemur. Umhverfismálin eru til úrlausnar vegna nútíðar og framtíðar. Þetta á við um undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúruna og vandlega þarf að huga að öllu sem það varðar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að þessu sé fylgt og kemur í erindisbréfi hennar kemur fram að eitt meginhlutverk nefndarinnar sé, „að leggja mat á umhverfisáhrif af völdum mannvirkjagerðar, landnýtingar, mengunar og efnistöku í sveitarfélaginu þar sem löggjöf kveður á um mat á umhverfisáhrifum“.Eru Vestursvæðin geymslusvæði fyrir ódýrt efni? Það þurfa því að liggja fyrir skýrar ástæður þegar ákvarðanir eru teknar sem spilla gersemum náttúrunnar. Því er ekki skrýtið að margir Seltirningar velti vöngum yfir stærðarinnar moldarhaugum og grjóthnullungum sem gnæfa yfir Vestursvæðin norðanverð, sem eru e.k. sveit okkar Seltirninga, á svæði sem samkvæmt skipulagi á að njóta hverfisverndar. Umhverfisnefnd var gert að taka til umfjöllunar leyfi um haugsetningu á Vestursvæðum þar sem ódýr möl hafði fallið til og fljótt þurfti að bregðast við. Umhverfisvernd veitti tímabundið leyfi til að haugsetja þarna efni með ströngum skilmálum. Því miður var á engan hátt farið eftir skilmálum umhverfisnefndar. Magnið var margfalt meira en um var getið og á engan hátt fylgt skilmálum þar sem stórgrýti og moldarruðningur hefur komið í stað malarinnar sem nýtt er. Enn er gríðarlegt magn efnis á þessu svæði og því skilmálar nefndarinnar um magn og tímasetningar að engu virtir. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lagt ríka áherslu á í allri sinni ákvarðanatöku að faglega sé staðið að framkvæmdum með tilliti til umhverfisins. Það er því miður ekki alveg þannig farið í ákvarðanatöku hjá bæjarstjóra og virðist sem skilaboðin séu að fylgja ekki skilyrðum fagnefnda og jafnvel að taka ákvarðanir í viðkvæmum málum án aðkomu þeirra, með þeim rökum að efnið sé „ódýrt“ og komi bæjarbúum til góða. Þannig er virt að vettugi það vinnuferli sem fylgja ber og staðfest er í bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum fagnefnda og þetta á við í fleiri tilfellum en einungis á Vestursvæðunum.Hvernig stjórnsýslu viljum við? Það er hættuleg pólitík þegar gengið er fram hjá fagnefndum og ákvarðanir teknar áður en þær hafa eitthvað um málið að segja. Það er líka hættuleg pólitík að virða að vettugi leyfi sem gefin hafa verið fyrir ákveðnum framkvæmdum eins og efnisflutningum á Vestursvæðin. Það er ennþá hættulegra ef við sofnum á verðinum og virðum þannig umhverfið að vettugi. Umhverfið er eign til framtíðar og varðar okkur öll og afkomendur okkar. Það skiptir ekki öllu máli að fá eitthvað „ódýrt“ á kostnað náttúrunnar, heldur að hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun og frágengið skipulag og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þess sakna ég hjá bæjarstjóra Seltirninga.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun