Erlent

Herlög sett í Tælandi

Vísir/AFP
Herinn í Tælandi setti í nótt herlög í landinu, til þess að viðhalda lögum og reglu en stríðandi fylkingar hafa borist á banaspjót í landinu síðustu mánuði. Yfirmenn hersins fullyrða að ekki sé um valdarán en talsmaður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar sem farið hefur með völdin í landinu síðustu mánuði segir að ríkisstjórnin hafi ekki verið höfð með í ráðum þegar herinn tók ákvörðun sína.

Fyrr í mánuðinum úrskurðaði stjórnarskrádómstóll í landinu að þáverandi forsætisráðherra stjórnarinnar, Yingluck Shinawatra, skyldi stíga til hliðar, en hún var sökuð um spillingu í embætti.

Síðan þá hefur ólgan farið vaxandi í landinu og segist herinn vera að grípa inni í til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×