Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Það kostar sitt að passa upp á að höftin haldi. Fréttablaðið/Rósa Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Sjá meira
Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Sjá meira
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15