Lífið

Konungsfjölskyldan skeri niður útgjöld

Ugla Egilsdóttir skrifar
Elísabet Bretadrottning og fjölskylda hennar fá styrk frá ríkinu ár hvert.
Elísabet Bretadrottning og fjölskylda hennar fá styrk frá ríkinu ár hvert.
Sparnaður bresku konungsfjölskyldunnar hefur skroppið saman í 190 milljónir króna. Sjóðurinn stóð í um 627 milljónum króna í upphafi ársins 2012. Hann er hugsaður sem varasjóður sem grípa má til í neyðartilfellum.

Breska konungshöllin fékk hátt í sex milljarða króna á breskum fjárlögum árin 2012 og 2013. Það dugði ekki fyrir útgjöldum, þannig að gengið var á varasjóðinn. 

Þetta kemur fram í skýrslu fjárreiðunefndar breska þingsins. Í skýrslunni var konungshöllin gagnrýnd fyrir að vanrækja viðhald á sögulegum byggingum. Nefndin kallar eftir því að konungsfjölskyldan skeri niður útgjöld, auki tekjur sínar og bæti viðhald á byggingum. Lagt er til að opnað verði í auknum mæli fyrir aðgang ferðamanna að höllinni gegn gjaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.