Sævar Poetrix stendur við orð sín: „Hún hlýtur að vita ekki betur“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. október 2014 20:33 Sævar vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Vísir/Vilhelm „Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“ Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“
Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19
"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30