Lífið

Til hamingju með afmælið Oprah!

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spjallþáttadrottningin Oprah Gail Winfrey er sextug í dag. Hún er hvað þekktust fyrir að stjórna spjallþættinum The Oprah Winfrey Show á árunum 1986 til 2011 og státar af bestu áhorfstölum í sjónvarpssögunni. Þá hefur hún einnig getið sér gott orð fyrir kvikmyndaleik.

Hún er eini þeldökki milljarðamæringur Norður-Ameríku sem stendur og er talin vera ríkasta blökkukona 20. aldarinnar. Þá er hún einnig talin af mörgum miðlum vera áhrifaríkasta kona heims.

Oprah fæddist inní fátæka fjölskyldu í Mississippi og var alin upp í Milwaukee af ungri, einstæðri móður. Að eigin sögn var barnæska hennar þyrnum stráð en henni var nauðgað þegar hún var níu ára og varð ólétt fjórtán ára gömul. Sonurinn sem hún gekk með lést barnungur.

Síðar var hún send til að búa með manni sem hún kallar föður sinn í Tennessee og fékk starf í útvarpi á meðan hún var enn í miðskóla. Hún fékk starf sem stjórnandi kvöldfrétta þar aðeins nítján ára og vakti mikla lukku. Síðan þá hefur hún notið mikillar velgengni í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.