Píratar vilja halda í sinn mann í stjórn RÚV ohf Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 13:58 Píratar segja illa farið með góðan dreng, sem er Pétur, að vilja henda honum út úr stjórn RÚV ohf. anton brink Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira