Lífið

Flóamarkaður í bílskottum í Firði

Ugla Egilsdóttir skrifar
Anne Franziska Muller.
Anne Franziska Muller.
Skottsala í Firði nefnist flóamarkaður sem verður haldinn í bílskottum á bílaplani í kjallaranum á verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði.

„Allir sem vilja mega leggja bílum sínum á planinu, opna bílskottið og selja hluti úr skottinu sínu,“ segir Anne Franziska Muller, ein af skipuleggjendum flóamarkaðarins. „Hugmyndin er að endurtaka þetta mánaðarlega,“ segir Anne.

Flóamarkaðurinn hefst í hádeginu næsta laugardag. „Þeir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta aðeins fyrr til að undirbúa,“ segir Anne.

Flóamarkaðurinn stendur á milli 12 og 16 laugardaginn 1. febrúar. Leiga á bílastæði kostar þúsund krónur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.