Lífið

Sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun

Ugla Egilsdóttir skrifar
Kristín Björnsdóttir er lektor á menntavísindasviði.
Kristín Björnsdóttir er lektor á menntavísindasviði. Vísir/GVA
Kristín Björnsdóttir heldur fyrirlesturinn Að ráða sér sjálfur: Fólk með þroskahömlun, sjálfræði og einkalíf í Háskóla Íslands á morgun.

„Fyrirlesturinn fjallar um niðurstöður rannsóknar á sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun,“ segir Kristín. „Höfðað verður til fagmennsku starfsfólks. Ef vinnubrögðin í starfi með fötluðu fólki eru góð upplifir fólk frekar að það hafi stjórn á eigin lífi,“ segir Kristín.

Allir þátttakendur í rannsókninni eru lagalega sjálfráða. „En það er ekki þar með sagt að þau fái að ráða hvort þau borða nammi á virkum dögum, hvort þau megi eiga kærasta, eða fara út á kvöldin,“ segir Kristín.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 201 í Árnagarði í Háskóla Íslands fimmtudaginn 30. janúar klukkan 12.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.