ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Stefán Árni Pálsson og Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. október 2014 13:12 Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014 Mið-Austurlönd Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014
Mið-Austurlönd Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira