Lífið

"Mér bauð við sjálfri mér“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Sienna Miller er í opinskáu viðtali við tímaritið Esquire U.K. þar sem hún fer yfir ferilinn. Hún er á góðum stað núna en segir leiðina þangað hafa verið erfiða.

„Ég held að ég hafi verið mjög barnaleg. Ég var ung 21 árs. Ég var ekki saklaus en ég treysti á góðmennsku allra. Ég var mjög opin. Það leiddi mig í alls konar aðstæður sem komu mér í bobba. Ég var ekki gædd neinu viðskiptaviti. Ég las aldrei gagnrýni eða hlustaði á það sem fólk sagði. Þetta snerist um reynslu fyrir mér og það skein í gegn í hegðun minni utan vinnunnar,“ segir Sienna. Hún vakti mikla athygli þegar hún hélt við kvænta leikarann Balthazar Getty sem á fjögur börn. Sambandið eyðilagði feril hennar um tíma.

Forsíðustúlka.
„Ég eyðilagði hluti. Ég brenndi margar brýr. Það var ekki auðvelt að lesa um það sem var að gerast í einkalífinu mínu. Mér fannst ég ekki stjórna eigin lífi. Ég lét mig hverfa. Mér bauð við sjálfri mér.“

Sienna á átján mánaða dótturina Marlowe með sínum heittelskaða, leikaranum Tom Sturridge

„Ég lifi yndislegu lífi. Ég vakna á hverjum morgni með barnið og það setur allt í samhengi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.