Sport

Ekkert mót hjá Maríu vegna dauðsfalls

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Mynd/María Guðmundsdóttir
Akureyringurinn María Guðmundsdóttir, einn af keppendum Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, missti af mikilvægum hluta í undirbúningi sínum í dag þegar fresta þurfti svigmóti í Hinterstoder í Austurríki vegna dauðsfalls.

María segir frá því á fésbókarsíðu sinni að fresta hafi þurft svigmótinu þar sem mótsstjórinn hafi fengið hjartaáfall í brekkunni um morguninn og látist samstundis.

„Það er verið að reyna að endurskipuleggja mót fyrir mig útaf aflýsingunni, en ekkert komið í ljós ennþá," skrifar María.

María keppir í svigi og stórsvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí líkt og Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson. Helga María Vilhjálmsdóttir, sem er stödd í Noregi, keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi og þá keppir Sævar Birgisson í skíðagöngu.


Tengdar fréttir

Íslenska Ólympíufólkið út um alla Evrópu

Íslenski Ólympíuhópurinn fór um helgina til æfinga og keppni en með því hófst lokaundirbúningur þeirra fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi sem verða settir 7. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×