Blekkingar Eyjólfs Árna Rafnssonar, forstjóra Mannvits Gísli Már Gíslason skrifar 29. janúar 2014 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun