Fótbolti

Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Freyr í baráttunni við Gareth Bale í landsleik Íslands og Wales.
Ari Freyr í baráttunni við Gareth Bale í landsleik Íslands og Wales. Vísir/Getty
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rasmus Falk kom OB yfir á 34. mínútu, en Patrick Kristensen jafnaði metin á 64. mínútu og þar við sat.

OB fékk þar með sitt fyrsta stig á tímabilinu, en liðið situr í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar.

Fyrr í dag skildu Vestsjælland og FC Kaupmannahöfn jöfn með tveimur mörkum gegn tveimur.

Dennis Sørensen og Marc Dal Hende komu Vestsjælland í 2-0, en Andreas Cornelius bjargaði stigi fyrir FCK með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik.

Á morgun fara fram tveir leikir í dönsku úrvalsdeildinni. Brondby sækir Hobro heim og Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland fá Esbjerg í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×