Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi.
Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur.
Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október.
Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.
Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar.
Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins.
Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna
