Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Hjörtur Hjartarson skrifar 31. júlí 2014 19:30 Stjórnsýslufræðingur segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Vera hennar í embætti beri vott um vonda stjórnsýslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantraustillögu á innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar átt í óformlegum viðræðum um að leggja fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Sjálf hefur Hanna Birna vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug og ber ekki á öðru en hún hyggist sitja sem fastast þrátt fyrir þrýsting um annað úr ákveðnum áttum. Albert Guðmundsson, sagði af sér sem iðnaðarráðherra, árið 1987 vegna deilna um skattamál. Sjö árum síðar baðst Guðmundur Árni Stefánsson lausnar frá embætti félagsmálaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun hafði gert alvarlegar athugasemdir við ákveðin embættisverk hans. Þetta eru einu tvö dæmin um að ráðherrar hafi beinlínis hrökklast úr starfi eftir lýðveldisstofnun. Dæmi eru að sjálfsögðu um að ráðherrar hafi beðist lausnar eða verið færðir til af ýmsum ástæðum en Albert og Guðmundur skera sig nokkuð úr þeim hópi. Spurningin er því; hafa íslenskir ráðherrar, nú í 70 ár, almennt verið óskeikulir í starfi eða er hefðin einfaldlega sú að standa beri af sér storminn og sitja sem fastast - sama hvað? „Já, það er hluti af þessari pólitísku menningu hér á Íslandi, það er að standa af sér ákveðinn storm. Menn líta á þetta sem storm sem líður hjá. Og þegar mönnum hefur tekist að standa af sér storm þá hafa þeir sett nýja staðla. Við það hafa þeir líka myndað ákveðið þanþol, aukið þanþol almennings fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenskum stjórnmálum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Sigurbjörg telur að Hanna Birna verði að víkja úr embætti, annars er hætta á að stjórnsýslan á Íslandi skaðist. „Þetta snýr að opinberri stjórnsýslu og það að pólitískur yfirmaður sem er lýðræðislega kjörinn, neitar að víkja við þessar aðstæður, þá er hann að skaða stjórnsýsluna. Og um leið og hann er að skaða stjórnsýsluna, eins og við sjáum núna, þetta hefur áhrif á embættismenn sem við þurfum að bera mikið traust til, þá er ráðherra að skaða almannahagsmuni,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingurEnginn af þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag vildi tjá sig um málið í dag. Framsókn vill ekki blanda sér opinberlega í embættisverk einstakra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu stigi málsins á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins bíða viðbragða frá umboðsmanni alþingis eftir að hann fær svör við sínum fyrirspurnum til innanríkisráðherra. Svörin frá Hönnu Birnu fær hann í fyrramálið. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Stjórnsýslufræðingur segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Vera hennar í embætti beri vott um vonda stjórnsýslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantraustillögu á innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar átt í óformlegum viðræðum um að leggja fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Sjálf hefur Hanna Birna vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug og ber ekki á öðru en hún hyggist sitja sem fastast þrátt fyrir þrýsting um annað úr ákveðnum áttum. Albert Guðmundsson, sagði af sér sem iðnaðarráðherra, árið 1987 vegna deilna um skattamál. Sjö árum síðar baðst Guðmundur Árni Stefánsson lausnar frá embætti félagsmálaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun hafði gert alvarlegar athugasemdir við ákveðin embættisverk hans. Þetta eru einu tvö dæmin um að ráðherrar hafi beinlínis hrökklast úr starfi eftir lýðveldisstofnun. Dæmi eru að sjálfsögðu um að ráðherrar hafi beðist lausnar eða verið færðir til af ýmsum ástæðum en Albert og Guðmundur skera sig nokkuð úr þeim hópi. Spurningin er því; hafa íslenskir ráðherrar, nú í 70 ár, almennt verið óskeikulir í starfi eða er hefðin einfaldlega sú að standa beri af sér storminn og sitja sem fastast - sama hvað? „Já, það er hluti af þessari pólitísku menningu hér á Íslandi, það er að standa af sér ákveðinn storm. Menn líta á þetta sem storm sem líður hjá. Og þegar mönnum hefur tekist að standa af sér storm þá hafa þeir sett nýja staðla. Við það hafa þeir líka myndað ákveðið þanþol, aukið þanþol almennings fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenskum stjórnmálum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Sigurbjörg telur að Hanna Birna verði að víkja úr embætti, annars er hætta á að stjórnsýslan á Íslandi skaðist. „Þetta snýr að opinberri stjórnsýslu og það að pólitískur yfirmaður sem er lýðræðislega kjörinn, neitar að víkja við þessar aðstæður, þá er hann að skaða stjórnsýsluna. Og um leið og hann er að skaða stjórnsýsluna, eins og við sjáum núna, þetta hefur áhrif á embættismenn sem við þurfum að bera mikið traust til, þá er ráðherra að skaða almannahagsmuni,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingurEnginn af þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag vildi tjá sig um málið í dag. Framsókn vill ekki blanda sér opinberlega í embættisverk einstakra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu stigi málsins á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins bíða viðbragða frá umboðsmanni alþingis eftir að hann fær svör við sínum fyrirspurnum til innanríkisráðherra. Svörin frá Hönnu Birnu fær hann í fyrramálið.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira