Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-ÍBV 27-20 | Bikarmeistararnir í höllina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2014 13:42 vísir/valli Bikarmeistarar Vals tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppni kvenna með öruggum sigri á ÍBV á heimavelli í kvöld. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur í síðari hálfleik sem skóp sigur Valskvenna en Eyjamenn skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu þrettán mínútum síðari hálfleiks. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en komst á þessum kafla tíu mörkum yfir og gerði einfaldlega út um leikinn. Valskonur byrjuðu á því að taka Veru Lopes, vinstri skyttu ÍBV, úr umferð en Eyjamenn áttu svör við því. Þjálfarar liðanna hikuðu ekki við að taka markvörð sinn úr markinu til að setja sjöunda leikmanninn inn á í sóknina. Valur náðu reyndar að skora einu sinni í autt markið en annars bar þetta ágætan árangur og dugði oft á tíðum til að losa Lopes undan pressunni. En þegar Valsvörnin bakkaði aftur á vítateig byrjuðu hlutirnir að klikka í sókn ÍBV. Misheppnaðar sendingar og tapaðir boltar urðu algengari með hverri sókn auk þess sem að Lopes gekk illa að koma skotum að marki framhjá varnarmönnum Vals. ÍBV hékk þó í Valsmönnum og var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik, sem fyrr segir. En sóknarleikur liðsins hrundi svo endanlega í síðari hálfleik. Eftir að Ester Óskarsdóttir minnkaði muninn í 15-13 skoraði Valur níu mörk í röð. Leiknum var því í raun lokið þegar átján mínútur voru enn eftir. Einbeiting leikmanna var skiljanlega lítil eftir þetta og bæði lið gerðu sín mistök. Varamenn fengu nokkrar mínútur undir lokin en fram að því hafði sóknarleikur beggja liða dreifst á fáa leikmenn.Berglind Íris Hansdóttir spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í langan tíma í fjarveru Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Þá spilaði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem hægri skytta á löngum köflum en Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir eru báðar meiddar. Báðar áttu fínan dag, sem og flestir í liði Vals. Karólína Lárudóttir nýtti færin sín vel og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir sýndi gamalkunna takta. Þá var Kristín Guðmundsdóttir lengi í gang en skilaði góðu dagsverki. Í liði ÍBV var mest líf í kringum Önnu Þyrí Ólafsdóttur og Ester Óskarsdóttur. Vera Lopes reyndi eins og hún gat en var afar mistæk og tapaði ófáum boltum. Erla Rós Sigmarsdóttir kom inn á seint í leiknum í mark ÍBV og skilaði flottum tölum.vísir/valliBerglind Íris: Sýndum rétta andlitið í seinni hálfleik „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik með góðum varnarleik. Þá komu hraðaupphlaupsmörkin með,“ sagði markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir sem spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í langan tíma. Hún hætti í handboltanum fyrir tæpum þremur árum síðan. „Það var smá stress í okkur í fyrri hálfleik sem er eðlilegt í bikarleik. En mér fannst við engu að síður hafa yfirhöndina allan leikinn og við kláruðum þetta svo í seinni hálfleiknum.“ Hún segist ánægð með að vera komin aftur af stað í boltanum. „Það stóð í raun aldrei til að byrja aftur. En ég er hér til að hjálpa mínu liði og félögunum og geri það áfram á meðan þess þarf.“vísir/valliStefán: Fengum lánaðan Austin Mini og unnum þær „Við erum með sterkt varnarlið og þegar vörnin smellur hjá okkur er erfitt að eiga við okkur,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á ÍBV í kvöld. Valsmenn tóku skyttuna Veru Lopes úr leik hjá ÍBV en Eyjamenn svöruðu með því að setja sjöunda leikmanninn inn á í sóknina með því að kippa markverðinum út af. „Mér fannst við ná að leysa það mjög vel. Þau gátu ekki notað þetta lengi. Lopes fór illa með okkur í síðasta leik og það gerði ungur leikmaður, Arna Þyrí, líka. En þegar við bökkuðum með vörnina náði hún að loka á þær. Allt liðið spilaði frábæra vörn í dag.“ Anna Úrsúla spilaði sem skytta lengst af í dag vegna meiðsla í leikmannahópa í dag. „Það er alltaf gaman að sjá Önnu spila en við þurfum einfaldlega að hagræða liðinu á þennan hátt vegna meiðsla. Leikmenn verða að vera klárir að spila meira en eina stöðu.“ Hann neitaði því ekki að það hefði verið sætt að hefna fyrir tap Vals í Eyjum í deildinni í síðasta mánuði. „Eftir leikinn var sagt að þær hefðu farið inn í klefa og sagst hafa valtað yfir okkur. Við fórum inn í okkar klefa, fengum lánaðan Austin Mini og unnum þær.“vísir/valliSvavar: Skammast mín fyrir þessar 30 mínútur „Við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik. Staðan var ekkert alsæm eftir fyrri hálfleikinn en ég er algjörlega orðlaus yfir okkar frammistöðu í seinni hálfleik og ég skammast mín fyrir þessar 30 mínútur,“ sagði Svavar við Vísi eftir leikinn. „Valur hefur verið að hiksta og við ræddum fyrir leik að nú væri möguleiki á að vinna þær. En þær afsönnuðu það, heldur betur.“ Hann segir að leikmenn hefðu verið undir það búnir að Lopes yrði tekin úr umferð, eins og gerðist í upphafi leiksins. „Valur byrjaði á þessu á sínum tíma og síðan hafa Fram og Stjarnan gert þetta líka. Það var svo þegar þær bökkuðu að við lentum í vandræðum.“ Vera Lopes tapaði fjölmörgum boltum í kvöld og Svavar segist ekki hafa skýringar á því. „Ég hef aldrei séð liðið svona. Við erum með atvinnumann sem hefur verið einn af okkar lykilmönnum og hún mætti aldrei í þennan leik. Hún hlýtur að hafa tapað tíu boltum í kvöld en hún hefur verið okkar hættulegasti leikmaður ásamt Ester.“ „En hún var langt frá því að vera í þeim klassa sem hún hefur verið í hingað til. Hinn erlendi leikmaðurinn okkar [línumaðurinn Telma Amado] var líka léleg í kvöld. Það er óþarfi að sykurhúða það eitthvað. Allt liðið í seinni hálfleik var bara mjög lélegt.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Bikarmeistarar Vals tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppni kvenna með öruggum sigri á ÍBV á heimavelli í kvöld. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur í síðari hálfleik sem skóp sigur Valskvenna en Eyjamenn skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu þrettán mínútum síðari hálfleiks. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en komst á þessum kafla tíu mörkum yfir og gerði einfaldlega út um leikinn. Valskonur byrjuðu á því að taka Veru Lopes, vinstri skyttu ÍBV, úr umferð en Eyjamenn áttu svör við því. Þjálfarar liðanna hikuðu ekki við að taka markvörð sinn úr markinu til að setja sjöunda leikmanninn inn á í sóknina. Valur náðu reyndar að skora einu sinni í autt markið en annars bar þetta ágætan árangur og dugði oft á tíðum til að losa Lopes undan pressunni. En þegar Valsvörnin bakkaði aftur á vítateig byrjuðu hlutirnir að klikka í sókn ÍBV. Misheppnaðar sendingar og tapaðir boltar urðu algengari með hverri sókn auk þess sem að Lopes gekk illa að koma skotum að marki framhjá varnarmönnum Vals. ÍBV hékk þó í Valsmönnum og var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik, sem fyrr segir. En sóknarleikur liðsins hrundi svo endanlega í síðari hálfleik. Eftir að Ester Óskarsdóttir minnkaði muninn í 15-13 skoraði Valur níu mörk í röð. Leiknum var því í raun lokið þegar átján mínútur voru enn eftir. Einbeiting leikmanna var skiljanlega lítil eftir þetta og bæði lið gerðu sín mistök. Varamenn fengu nokkrar mínútur undir lokin en fram að því hafði sóknarleikur beggja liða dreifst á fáa leikmenn.Berglind Íris Hansdóttir spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í langan tíma í fjarveru Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Þá spilaði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem hægri skytta á löngum köflum en Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir eru báðar meiddar. Báðar áttu fínan dag, sem og flestir í liði Vals. Karólína Lárudóttir nýtti færin sín vel og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir sýndi gamalkunna takta. Þá var Kristín Guðmundsdóttir lengi í gang en skilaði góðu dagsverki. Í liði ÍBV var mest líf í kringum Önnu Þyrí Ólafsdóttur og Ester Óskarsdóttur. Vera Lopes reyndi eins og hún gat en var afar mistæk og tapaði ófáum boltum. Erla Rós Sigmarsdóttir kom inn á seint í leiknum í mark ÍBV og skilaði flottum tölum.vísir/valliBerglind Íris: Sýndum rétta andlitið í seinni hálfleik „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik með góðum varnarleik. Þá komu hraðaupphlaupsmörkin með,“ sagði markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir sem spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í langan tíma. Hún hætti í handboltanum fyrir tæpum þremur árum síðan. „Það var smá stress í okkur í fyrri hálfleik sem er eðlilegt í bikarleik. En mér fannst við engu að síður hafa yfirhöndina allan leikinn og við kláruðum þetta svo í seinni hálfleiknum.“ Hún segist ánægð með að vera komin aftur af stað í boltanum. „Það stóð í raun aldrei til að byrja aftur. En ég er hér til að hjálpa mínu liði og félögunum og geri það áfram á meðan þess þarf.“vísir/valliStefán: Fengum lánaðan Austin Mini og unnum þær „Við erum með sterkt varnarlið og þegar vörnin smellur hjá okkur er erfitt að eiga við okkur,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á ÍBV í kvöld. Valsmenn tóku skyttuna Veru Lopes úr leik hjá ÍBV en Eyjamenn svöruðu með því að setja sjöunda leikmanninn inn á í sóknina með því að kippa markverðinum út af. „Mér fannst við ná að leysa það mjög vel. Þau gátu ekki notað þetta lengi. Lopes fór illa með okkur í síðasta leik og það gerði ungur leikmaður, Arna Þyrí, líka. En þegar við bökkuðum með vörnina náði hún að loka á þær. Allt liðið spilaði frábæra vörn í dag.“ Anna Úrsúla spilaði sem skytta lengst af í dag vegna meiðsla í leikmannahópa í dag. „Það er alltaf gaman að sjá Önnu spila en við þurfum einfaldlega að hagræða liðinu á þennan hátt vegna meiðsla. Leikmenn verða að vera klárir að spila meira en eina stöðu.“ Hann neitaði því ekki að það hefði verið sætt að hefna fyrir tap Vals í Eyjum í deildinni í síðasta mánuði. „Eftir leikinn var sagt að þær hefðu farið inn í klefa og sagst hafa valtað yfir okkur. Við fórum inn í okkar klefa, fengum lánaðan Austin Mini og unnum þær.“vísir/valliSvavar: Skammast mín fyrir þessar 30 mínútur „Við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik. Staðan var ekkert alsæm eftir fyrri hálfleikinn en ég er algjörlega orðlaus yfir okkar frammistöðu í seinni hálfleik og ég skammast mín fyrir þessar 30 mínútur,“ sagði Svavar við Vísi eftir leikinn. „Valur hefur verið að hiksta og við ræddum fyrir leik að nú væri möguleiki á að vinna þær. En þær afsönnuðu það, heldur betur.“ Hann segir að leikmenn hefðu verið undir það búnir að Lopes yrði tekin úr umferð, eins og gerðist í upphafi leiksins. „Valur byrjaði á þessu á sínum tíma og síðan hafa Fram og Stjarnan gert þetta líka. Það var svo þegar þær bökkuðu að við lentum í vandræðum.“ Vera Lopes tapaði fjölmörgum boltum í kvöld og Svavar segist ekki hafa skýringar á því. „Ég hef aldrei séð liðið svona. Við erum með atvinnumann sem hefur verið einn af okkar lykilmönnum og hún mætti aldrei í þennan leik. Hún hlýtur að hafa tapað tíu boltum í kvöld en hún hefur verið okkar hættulegasti leikmaður ásamt Ester.“ „En hún var langt frá því að vera í þeim klassa sem hún hefur verið í hingað til. Hinn erlendi leikmaðurinn okkar [línumaðurinn Telma Amado] var líka léleg í kvöld. Það er óþarfi að sykurhúða það eitthvað. Allt liðið í seinni hálfleik var bara mjög lélegt.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira