Tónlist

Besta lag allra tíma að mati blaðamanna NME

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Smells Like Teen Spirit kom út á plötu Nirvana, Nevermind, árið 1991.
Smells Like Teen Spirit kom út á plötu Nirvana, Nevermind, árið 1991. vísir/getty
Nirvana-smellurinn Smells Like Teen Spirit er besta lag allra tíma að mati blaðamanna breska tónlistartímaritsins NME.

Nýjasta tölublað tímaritsins kemur út í dag og þar er birtur listi yfir þau 500 lög sem bæði núverandi og fyrrverandi blaðamenn NME telja vera þau bestu í dægurtónlistarsögunni.

Í fimm efstu sætunum eru:

1. Smells Like Teen Spirit - Nirvana

2. Love Will Tear Us Apart - Joy Division

3. I Feel Love - Donna Summer

4. How Soon Is Now? - The Smiths

5. Last Nite - The Strokes

Sæti 500 til 401 má sjá á vefsíðu NME.

Nirvana - Smells Like Teen Spirit (1991) Joy Division - Love Will Tear Us Apart (1980) Donna Summer - I Feel Love (1977) The Smiths - How Soon Is Now? (1985) The Strokes - Last Nite (2001)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×