Frávísunarkröfu Páls hafnað Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 09:49 Páll Vilhálmsson í héraðsdómi í morgun. Hann segir ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing. gva Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun. „Já, þetta eru vonbrigði vegna þessa að ég taldi að það væru efni til að vísa málinu frá. En, á hinn bóginn er sjálfsagt að fá efnislega umfjöllun um þetta,“ sagði Páll í samtali við Vísi í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. „Þetta er mjög sérstakt mál, ég man ekki til þess að fréttamaður hafi stefnt vegna gagnrýni á frétt. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig aðalmálsmeðferðin fer og hvernig úrlausn dómari veitir þá, þegar öll meginrök, með og á móti, koma fram.“ Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll birti færslu á vefsvæði sínu um frétt sem hún flutti í júlí í fyrra. Þar sakar Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Páll flytur mál sitt sjálfur. „Ég leit svo á að lögin séu fyrir almenning ekki síður en lögfræðingana,“ segir Páll. Hann þekkir málið manna best og þó hann telji sig ekki geta gert sig að lögfræðingi á nokkrum vikum vill hann freista þess að verja sig sjálfur. Hann segir að það hafi verið talsverð vinna í því fólgin. „Ég veit það ekki fyrr en við úrslit málsins hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða röng. En, þetta hefur verið mjög áhugaverð reynsla hingað til.“ Og þá spilar kostnaðurinn að sjálfsögðu inní: „Taxti lögfræðinga er þannig að þeir greinilega vinna talsvert fyrir skilanefndir. Það sést á taxtanum. Ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing í svona mál. Enda er þetta stefna RÚV, það er lögfræðingur RÚV sem rekur þetta mál fyrir hönd fréttamannsins, og meiningin er að þagga niður gagnrýni á stofnunina.“ Aðalmeðferð málsins verður 22. apríl. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun. „Já, þetta eru vonbrigði vegna þessa að ég taldi að það væru efni til að vísa málinu frá. En, á hinn bóginn er sjálfsagt að fá efnislega umfjöllun um þetta,“ sagði Páll í samtali við Vísi í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. „Þetta er mjög sérstakt mál, ég man ekki til þess að fréttamaður hafi stefnt vegna gagnrýni á frétt. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig aðalmálsmeðferðin fer og hvernig úrlausn dómari veitir þá, þegar öll meginrök, með og á móti, koma fram.“ Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll birti færslu á vefsvæði sínu um frétt sem hún flutti í júlí í fyrra. Þar sakar Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Páll flytur mál sitt sjálfur. „Ég leit svo á að lögin séu fyrir almenning ekki síður en lögfræðingana,“ segir Páll. Hann þekkir málið manna best og þó hann telji sig ekki geta gert sig að lögfræðingi á nokkrum vikum vill hann freista þess að verja sig sjálfur. Hann segir að það hafi verið talsverð vinna í því fólgin. „Ég veit það ekki fyrr en við úrslit málsins hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða röng. En, þetta hefur verið mjög áhugaverð reynsla hingað til.“ Og þá spilar kostnaðurinn að sjálfsögðu inní: „Taxti lögfræðinga er þannig að þeir greinilega vinna talsvert fyrir skilanefndir. Það sést á taxtanum. Ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing í svona mál. Enda er þetta stefna RÚV, það er lögfræðingur RÚV sem rekur þetta mál fyrir hönd fréttamannsins, og meiningin er að þagga niður gagnrýni á stofnunina.“ Aðalmeðferð málsins verður 22. apríl.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira