Hriktir verulega í undirstöðunum Svavar Hávarðsson skrifar 5. febrúar 2014 10:19 Sjö árgangar eru í framhaldsskólum landsins á hverjum tíma, á meðan viðmiðið er að námið taki fjögur ár. Spurt er hvað það myndi spara ef þeir væru bara sex. Fréttablaðið/gva Innan fárra ára mun stór hópur framhaldsskólakennara hætta störfum vegna aldurs. Nýliðun er að sama skapi of lítil til að fylla það skarð sem er að myndast. Forsvarsmenn kennara segja vandann kristallast í kjarabaráttu þeirra og án þess að skólarnir verði samkeppnishæfir um vel menntað fólk stefni einfaldlega í óefni. Sögulegt tækifæri við styttingu framhaldsskólans, segir prófessor.Erfitt úrlausnarefni „Á meðan að meðalaldurinn hækkar stöðugt eru fáir nýir að koma inn. Nýliðunin er allt of lítil, þó þetta lafi enn þá. En það fer að hrikta verulega í undirstöðunum því stórir hópar eru að fara á eftirlaun á sama tíma,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Rótina að þessum vanda má að hluta rekja til uppbyggingar framhaldsskólakerfisins og kröfunnar í samfélaginu um jöfn tækifæri til náms. Með hraðri uppbyggingu framhaldsskóla víða um land, en þeir eru um þrjátíu alls, fjölgaði mjög í stétt framhaldsskólakennara. Þessi stóra kynslóð kennara sem þurfti til að manna nýjar stöður og hófu störf á sama tíma, er að komast á aldur. „Þetta verður erfitt að leysa ef framhaldsskólarnir verða ekki gerðir samkeppnishæfir í launum til að draga að sér vel menntað ungt fólk. Þetta snýst um þessi grundvallaratriði – að kerfið hvetji fólk til að starfa í skólunum en letji það ekki eins og nú er,“ segir Aðalheiður og bætir við að kennaraforystan hafi varað við þessari hættu um langt árabil.Stytting framhaldsskólansIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað fyrir kerfisbreytingum í framhaldsskólunum, þar á meðal styttingu náms úr fjórum árum í þrjú. Slíkt geti skapað svigrúm fyrir launahækkanir kennara umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum launamarkaði og stendur kennurum til boða í augnablikinu. Illugi sér breytinguna þó ekki fyrir sér sem hagræðingaraðgerð heldur aðgerð til að bæta skólana og pússa af þeim augljósa agnúa. Hugmyndir Illuga voru einnig uppi á borðum hjá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi sem skilaði af sér um mitt ár í fyrra, og var komið á fót eftir skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um möguleika Íslands haustið 2012.Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins, telur tækifæri felast í stöðunni sem er komin upp. „Ég held einmitt að það sé sögulegt tækifæri til að gera þetta. Vegna þess að stéttin er að eldast og margir að fara á eftirlaun ætti að vera hægt að stytta skólann án þess að það ógni starfsöryggi kennara eða hafi að öðru leyti verulegt rask í för með sér innan stéttarinnar. Þetta ætti að vera nokkuð borðleggjandi „win-win“-dæmi; nemendur útskrifast ári fyrr og kennarar fá hærri laun vegna hagræðingar án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar á starfsöryggi,“ segir Friðrik og hnykkir á því að lengja þurfi skólaárið um leið og árum sé fækkað.Eitt ár á ári Þegar horft er nokkur ár aftur stendur það á endum að meðalaldur framhaldsskólakennara hækkar um eitt ár á hverju ári. Þetta er skýrasta dæmið um að endurnýjunin í kennarahópnum er allt of hæg. Á þetta bendir Ólafur H. Sigurjónsson, varaskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla og formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Hann segir að kennarahópurinn sem hér er fjallað um séu reynsluboltarnir í hópnum sem bera starfið uppi. „Nú fara þeir að tínast út, og mjög margir jafnvel á næstu tveimur árum þegar horft er til 95 ára reglunnar. Ef kjörin batna ekki snarlega þá er ekkert sem heldur í þá,“ segir Ólafur sem óttast jafnframt að ungir kennarar sem hafa þegar aflað sér töluverðrar reynslu hugsi sér til hreyfings, því það séu miklir möguleikar á vinnumarkaði fyrir vel menntaða unga kennara.566 eru 55 ára og eldri Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að einn af hverjum þremur framhaldsskólakennurum er 55 ára eða eldri, eða 566 af rúmlega 1.500. Kennarar sextugir og eldri eru 321 samanborið við 153 fyrir réttum áratug. Margir þessara kennara eiga rétt á að hætta störfum fyrir 67 ára aldur vegna hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Reglan kveður á um að þegar samanlagður lífaldur opinbers starfsmanns og iðgjaldagreiðslutími hans í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er orðinn 95 ár, eigi viðkomandi rétt á lífeyri, sé hann orðinn 60 ára og láti af störfum. Fréttaskýringar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Innan fárra ára mun stór hópur framhaldsskólakennara hætta störfum vegna aldurs. Nýliðun er að sama skapi of lítil til að fylla það skarð sem er að myndast. Forsvarsmenn kennara segja vandann kristallast í kjarabaráttu þeirra og án þess að skólarnir verði samkeppnishæfir um vel menntað fólk stefni einfaldlega í óefni. Sögulegt tækifæri við styttingu framhaldsskólans, segir prófessor.Erfitt úrlausnarefni „Á meðan að meðalaldurinn hækkar stöðugt eru fáir nýir að koma inn. Nýliðunin er allt of lítil, þó þetta lafi enn þá. En það fer að hrikta verulega í undirstöðunum því stórir hópar eru að fara á eftirlaun á sama tíma,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Rótina að þessum vanda má að hluta rekja til uppbyggingar framhaldsskólakerfisins og kröfunnar í samfélaginu um jöfn tækifæri til náms. Með hraðri uppbyggingu framhaldsskóla víða um land, en þeir eru um þrjátíu alls, fjölgaði mjög í stétt framhaldsskólakennara. Þessi stóra kynslóð kennara sem þurfti til að manna nýjar stöður og hófu störf á sama tíma, er að komast á aldur. „Þetta verður erfitt að leysa ef framhaldsskólarnir verða ekki gerðir samkeppnishæfir í launum til að draga að sér vel menntað ungt fólk. Þetta snýst um þessi grundvallaratriði – að kerfið hvetji fólk til að starfa í skólunum en letji það ekki eins og nú er,“ segir Aðalheiður og bætir við að kennaraforystan hafi varað við þessari hættu um langt árabil.Stytting framhaldsskólansIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað fyrir kerfisbreytingum í framhaldsskólunum, þar á meðal styttingu náms úr fjórum árum í þrjú. Slíkt geti skapað svigrúm fyrir launahækkanir kennara umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum launamarkaði og stendur kennurum til boða í augnablikinu. Illugi sér breytinguna þó ekki fyrir sér sem hagræðingaraðgerð heldur aðgerð til að bæta skólana og pússa af þeim augljósa agnúa. Hugmyndir Illuga voru einnig uppi á borðum hjá Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi sem skilaði af sér um mitt ár í fyrra, og var komið á fót eftir skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um möguleika Íslands haustið 2012.Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins, telur tækifæri felast í stöðunni sem er komin upp. „Ég held einmitt að það sé sögulegt tækifæri til að gera þetta. Vegna þess að stéttin er að eldast og margir að fara á eftirlaun ætti að vera hægt að stytta skólann án þess að það ógni starfsöryggi kennara eða hafi að öðru leyti verulegt rask í för með sér innan stéttarinnar. Þetta ætti að vera nokkuð borðleggjandi „win-win“-dæmi; nemendur útskrifast ári fyrr og kennarar fá hærri laun vegna hagræðingar án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar á starfsöryggi,“ segir Friðrik og hnykkir á því að lengja þurfi skólaárið um leið og árum sé fækkað.Eitt ár á ári Þegar horft er nokkur ár aftur stendur það á endum að meðalaldur framhaldsskólakennara hækkar um eitt ár á hverju ári. Þetta er skýrasta dæmið um að endurnýjunin í kennarahópnum er allt of hæg. Á þetta bendir Ólafur H. Sigurjónsson, varaskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla og formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Hann segir að kennarahópurinn sem hér er fjallað um séu reynsluboltarnir í hópnum sem bera starfið uppi. „Nú fara þeir að tínast út, og mjög margir jafnvel á næstu tveimur árum þegar horft er til 95 ára reglunnar. Ef kjörin batna ekki snarlega þá er ekkert sem heldur í þá,“ segir Ólafur sem óttast jafnframt að ungir kennarar sem hafa þegar aflað sér töluverðrar reynslu hugsi sér til hreyfings, því það séu miklir möguleikar á vinnumarkaði fyrir vel menntaða unga kennara.566 eru 55 ára og eldri Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að einn af hverjum þremur framhaldsskólakennurum er 55 ára eða eldri, eða 566 af rúmlega 1.500. Kennarar sextugir og eldri eru 321 samanborið við 153 fyrir réttum áratug. Margir þessara kennara eiga rétt á að hætta störfum fyrir 67 ára aldur vegna hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Reglan kveður á um að þegar samanlagður lífaldur opinbers starfsmanns og iðgjaldagreiðslutími hans í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er orðinn 95 ár, eigi viðkomandi rétt á lífeyri, sé hann orðinn 60 ára og láti af störfum.
Fréttaskýringar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira